Erlent

Waters við múrinn í Ísrael

Roger Waters við komu sína til Ísraels
Roger Waters við komu sína til Ísraels MYND/AP
Íslandsvinurinn Roger Waters krotaði á múrinn eða girðinguna sem aðskilur Vesturbakkann og Ísraelsríki. "Þetta er ótrúlegt. Ég er mjög ánægður að hafa séð vegginn," sagði Waters við þetta tækifæri. Heimsókn Waters til Ísraels og Palestínu er hluti af tónleikaferð hans, en hann tók þá ákvörðun að færa tónleika sína frá Tel Aviv í friðarþorpið Neve Shalom Wahat al-Salam, sem bæði er búið Ísraelum og Palestínumönnum. Rokkarinn sagði að þrátt fyrir að hann hefði séð myndir væri það sláandi að standa við vegginn, sjá kort og áætlanir og hvað hann gerir samfélaginu. Waters var einmitt forsprakki hljómsveitarinnar Pink Floyd sem gaf út lagið The Wall á sínum tíma, ádeilu á einræði og kúgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×