Innlent

Nýr meirihluti í Dalabyggð

Frá Búðardal.
Frá Búðardal. MYND/ÓKÁ

H-listi og N-listi í Dalabyggð hafa náð samkomulagi um myndun meirihluta í sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags Dalabyggðar og Saurbæjarhrepps. Þetta kemur fram á fréttavef Skessuhorns. Samkvæmt heimildum miðilsins verður skrifað undir málefnasamning á morgun. H-listi fékk tvo fulltrúa kjörna og N-listi þrjá fulltrúa og því hefur meirihlutinn fimm fulltrúa af sjö. Gunnólfur Lárusson, oddviti N-lista, verður sveitarstjóri samkvæmt Skessuhorni en formaður byggðaráðs verður af H-lista.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×