Viðskipti innlent

Verðbólgan 8 prósent

Vísitala neysluverðs í síðasta mánuði var 261,9 stig og hækkaði um 1,16 prósent frá maí. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 242,0 stig, hækkaði um 1,0 prósent frá því í maí. Verð á bensíni og díselolíu lækkaði um 2,4 prósent. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs mælst 8 prósent en vísitala neysluverð án húsnæðis um 6 prósent.

Verð á mat- og drykkjarvörum hækkaði um 3,7 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Viðhaldsliður eigin húsnæðis í vísitölu neysluverðs hækkaði um 7,1 prósent og verð á eigin húsnæði um 0,9 prósent. Þar af voru áhrif af hækkun markaðsverðs 0,10 prósent en af hækkun vaxta 0,06 prósent.

Verð á bensíni og díselolíu lækkaði um 2,4 prósent (-0,17 prósent).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 8,0 prósent en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 6,0 prósent. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,8 prósent sem jafngildir 16,1 prósenta verðbólgu á ári (15,2 prósent fyrir vísitöluna án húsnæðis), að sögn Hagstofunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×