Böðullinn hættir á toppnum 11. júní 2006 14:03 Bernard Hopkins (t.v.) tók Tarver í kennslustund í hnefaleikum í beinni á Sýn í nótt NordicPhotos/GettyImages Ekki verður annað sagt en að "Böðullinn" Bernard Hopkins hafi ákveðið að hætta hnefaleikaiðkun á toppnum, því í nótt tók hann Antonio Tarver í sannkallaða kennslustund í hringnum og tryggði sér IBO-titilinn í léttþungavigt. Hopkins er 41 árs gamall og fyrrum óumdeildur konungur millivigtarinnar, en hann hafði lítið fyrir því að fara upp um þyngdarflokk og rúlla andstæðingi sínum upp. Hinn örvhenti Tarver átti aldrei möguleika gegn frískum Hopkins, sem virtist ekki hafa tapað neinu af snerpu sinni þrátt fyrir aukna þyngd, aldur og fyrri störf. Bardagaáætlun hans var óaðfinnanleg og Tarver viðurkenndi einfaldlega algjöran ósigur. "Mér hefur alltaf gengið vel gegn örvhentum boxurum og því vissi ég að ég hefði góða möguleika," sagði Hopkins, sem var drjúgur með sig fyrir bardagann og sagðist luma á áætlun sem myndi færa honum auðveldan sigur. Það átti líka eftir að koma á daginn. "Tarver er hörku boxari og hann er höggþungur, en ég vissi nákvæmlega hvað ég var að gera og gaf honum einfaldlega aldrei færi á mér eins og Roy Jones gerði á sínum tíma," sagði Böðullinn, sem var þegar búinn að gefa það út að þetta yrði hans síðasti bardagi. "Ég hef alltaf sagt að ég ætlaði að komast í sögbækurnar í millivigtinni og þyngja mig þvínæst og berjast við sigurvegarann úr bardaga Roy Jones jr og Antonio Tarver - nú er ég búinn að því." sagði þessi frábæri hnefaleikari, sem þó útilokaði ekki að snúa aftur í hringinn, en það yrði þá að vera fyrir gríðarlega peningaupphæð. Tarver, sem kemur meðal annars fram í væntanlegri sjöttu bíómynd Sylvester Stallone um hnefaleikahetjuna Rocky, játaði algjöran ósigur sinn eftir bardagann. "Þetta var einfaldlega ekki minn dagur. Stundum er þetta bara svona, ég var ekki nógu ferskur og því fór sem fór. Ég tek þó ekkert af Bernard Hopkins - hann er sannur meistari." Box Erlendar Íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sjá meira
Ekki verður annað sagt en að "Böðullinn" Bernard Hopkins hafi ákveðið að hætta hnefaleikaiðkun á toppnum, því í nótt tók hann Antonio Tarver í sannkallaða kennslustund í hringnum og tryggði sér IBO-titilinn í léttþungavigt. Hopkins er 41 árs gamall og fyrrum óumdeildur konungur millivigtarinnar, en hann hafði lítið fyrir því að fara upp um þyngdarflokk og rúlla andstæðingi sínum upp. Hinn örvhenti Tarver átti aldrei möguleika gegn frískum Hopkins, sem virtist ekki hafa tapað neinu af snerpu sinni þrátt fyrir aukna þyngd, aldur og fyrri störf. Bardagaáætlun hans var óaðfinnanleg og Tarver viðurkenndi einfaldlega algjöran ósigur. "Mér hefur alltaf gengið vel gegn örvhentum boxurum og því vissi ég að ég hefði góða möguleika," sagði Hopkins, sem var drjúgur með sig fyrir bardagann og sagðist luma á áætlun sem myndi færa honum auðveldan sigur. Það átti líka eftir að koma á daginn. "Tarver er hörku boxari og hann er höggþungur, en ég vissi nákvæmlega hvað ég var að gera og gaf honum einfaldlega aldrei færi á mér eins og Roy Jones gerði á sínum tíma," sagði Böðullinn, sem var þegar búinn að gefa það út að þetta yrði hans síðasti bardagi. "Ég hef alltaf sagt að ég ætlaði að komast í sögbækurnar í millivigtinni og þyngja mig þvínæst og berjast við sigurvegarann úr bardaga Roy Jones jr og Antonio Tarver - nú er ég búinn að því." sagði þessi frábæri hnefaleikari, sem þó útilokaði ekki að snúa aftur í hringinn, en það yrði þá að vera fyrir gríðarlega peningaupphæð. Tarver, sem kemur meðal annars fram í væntanlegri sjöttu bíómynd Sylvester Stallone um hnefaleikahetjuna Rocky, játaði algjöran ósigur sinn eftir bardagann. "Þetta var einfaldlega ekki minn dagur. Stundum er þetta bara svona, ég var ekki nógu ferskur og því fór sem fór. Ég tek þó ekkert af Bernard Hopkins - hann er sannur meistari."
Box Erlendar Íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sjá meira