Sport

Tillaga um fækkun liða í úrvalsdeildum umdeild

Sepp Blatter
Sepp Blatter NordicPhotos/GettyImages

Sepp Blatter og félagar í stjórn Alþjóða Knattspyrnusambandsins eru nú að vinna að tillögum sem miða að því að fækka liðum í úrvalsdeildum í Evrópu niður í 18 lið, þar sem fyrir vikið yrðu aðeins spilaðir 34 leikir á tímabili í stað 38 leikja eins og tíðkast í ensku úrvalsdeildinni.

Þessi áform hafa valdið nokkru fjaðrafoki í ensku úrvalsdeildinni og er talið að þau muni mæta andstöðu þar í landi. Blatter segist sjálfur ekki skilja það viðmót, því nýtt fyrirkomulag muni verða þess valdandi að álag á knattspyrnumenn muni minnka til muna - en mikið hefur einmitt verið rætt um hið gríðarlega álag sem er á enskum knattspyrnumönnum á löngu og ströngu tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×