Viðskipti innlent

Viðskipti stöðvuð í Kauphöllinni

Alvarleg truflun varð í viðskiptakerfi Kauphallar Íslands klukkan 14:48 í dag og voru öll viðskipti stöðvuð í kjölfarið. Ekki er nákvæmlega vitað hvað olli truflunninni sem varð í samnorrænu Saxes viðskiptakerfi kauphallarinnar. Kauphallir á Norðurlöndunum nota sama kerfi og kom truflunin upp í kerfi þeirra sömuleiðis.

Tveggja klukkustunda munur er hér á landi og á Norðurlöndum en ekki liggur fyrir hvort truflun hafi orðið á viðskiptum þar.

Opnað verður fyrir viðskipti á nýjan leik í Kauphöllinni kl. 15:45 með opnunaruppboði en samfelld viðskipti hefjast kl. 15:47, samkvæmt tilkynningu frá Kauphöll Íslands.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×