Sport

Kemst Dallas í NBA-úrslitin í fyrsta sinn í kvöld?

Dirk Nowitzki skoraði 50 stig í síðasta leik Dallas og Phoenix.
Dirk Nowitzki skoraði 50 stig í síðasta leik Dallas og Phoenix.

Dallas Mavericks getur komist í NBA-úrslitin í fyrsta sinn í kvöld vinni liðið sjötta undanúrslitaleik Vesturdeildarinnar gegn Phoenix. Þjóðverjinn Dirk Nowitzki skoraði 50 stig í síðasta leik liðanna sem Dallas vann 117-101 en hann skoraði þá tveimur stigum meira en allt Suns-liðið í fjórða leikhlutanum. Leikurinn í kvöld fer fram á heimavelli Phoenix, hefst klukkan hálf eitt og  verður í beinni útsendingu á Sýn.

Phoenix hefur unnið alla fjóra leiki í þessarri úrslitakeppni þar sem tap hefði þýtt að liðið væri úr leik og liðið vann 20 stiga sigur í síðasta leik gegn Dallas sem fram fór á þeirra heimavelli. Það gæti því vel farið svo að liðin þurfi að mætast í sjöunda leik og algjörum úrslitaleik á mánudagskvöldið. Phoenix vann þrjá síðustu leikina gegn Los Angeles Lakers eftir að hafa lent 3-1 undir og vann sjöunda leikinn í undanúrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar gegn Los Angeles Clippers. Miami Heat er þegar komið í úrslitin sem hefjast á fimmtudaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×