Fótbolti

Messi ánægður með batann

Lionel Messi
Lionel Messi MYND/AP

Argentínski miðjumaðurinn Lionel Messi segist vera fullur sjálftrausts er Heimsmeistarakeppnin í Þýskalandi nálgast óðfluga og gefur í skyn að að hann sé að ná góðum bata á meiðslunum sem hafa hrjáð hann undanfarna mánuði.

Hinn 18-ára gamli leikmaður Barcelona hefur verið meiddur frá því að hann varð fyrir meiðslum á læri gegn Chelsea í seinni leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í byrjun mars.

Messi spilaði síðasta hálftímann í 2-0 sigri Argentínu yfir Angólu í Salerno á Ítalíu seinasta þriðjudag og fann ekki fyrir neinum eimslum í þeim leik.

"Ég er að bæta við mínútum og er að komast í takt - Ég er ánægður því að ég er að bæta mig á hverjum degi," sagði hann."Ég finn ekki fyrir neinum verkjum, en ég verð þó að taka hvern dag fyrir í einu."

Messi viðurkenndi einnig að það hefði verið heiður fyrir hann að fá spila við hlið Argentínsku goðsagnarinnar, Pablo Aimar gegn Svörtu Antilópunum.

"Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég spila með honum með landsliðinu en þetta skipti var sérstakt," sagði hann

Argentínska landsliðið lenti í Þýskalandi á miðvikudagskvöld en fyrsti leikur þeirra í riðli C verður gegn Fílabeinsströndinni 10. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×