Samkeppniseftirlitið sýknað af kröfum Sjóvás 31. maí 2006 17:53 MYND/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Samkeppniseftirlitið af kröfum Sjóvás - Almennra vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála í tengslum við ólöglegt samráð stóru tryggingarfélaganna. Tuttugu og sjö milljóna króna sekt Sjóvás - Almennra stendur því óhreyfð. Forsaga málsins er sú að í júlí 2002 leitaði aðili sem starfar við bifreiðaréttingar og sprautun til Samkeppnisstofnunar vegna aðgerða vátryggingafélaganna í tengslum við innleiðingu svokallaðs Cabas-tjónamatskerfis. Taldi aðilinn að vátryggingafélögin hefðu haft samráð um greiðslur fyrir hverra unna einingu í kerfinu. Samkeppnisstofnun tók málið til rannsóknar og komst að þeirri niðurstöðu að VÍS, Tryggingamiðstöðin og Sjóvá hefðu haft með sér samráð í málinu og gaf félögunum kost á að tjá sig munnlega um efni málsins. Áður en til þess kom óskaði VÍS eftir viðræðum við Samkeppnisstofnun um að ljúka málinu með sátt og greiddi félagið fimmtán milljónir króna í stjórnvaldssekt. Sama gerði Tryggingamiðstöðin og greiddi átján og hálfa milljón í sekt vegna samráðsins. Sjóvá taldi sig hins vegar ekki hafa brotið samkeppnislög. Því hélt málið áfram og var Sjóvá dæmt til greiðslu 27 milljóna króna í sekt. Þá ákvörðun kærði Sjóvá til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem staðfesti úrskurð samkeppnisráðs. Í kjölfar úrskurðarins höfðaði Sjóvá-Almennar mál gegn Samkeppniseftirlitinu til þess að fá úrskurðinum hnekkt. Þeirri kröfu hafnaði héraðsdómur nú í vikunni og því stendur sektargreiðslan. Voru Sjóvá-Almennar auk þess dæmdar til að greiða málskostnað. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Samkeppniseftirlitið af kröfum Sjóvás - Almennra vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála í tengslum við ólöglegt samráð stóru tryggingarfélaganna. Tuttugu og sjö milljóna króna sekt Sjóvás - Almennra stendur því óhreyfð. Forsaga málsins er sú að í júlí 2002 leitaði aðili sem starfar við bifreiðaréttingar og sprautun til Samkeppnisstofnunar vegna aðgerða vátryggingafélaganna í tengslum við innleiðingu svokallaðs Cabas-tjónamatskerfis. Taldi aðilinn að vátryggingafélögin hefðu haft samráð um greiðslur fyrir hverra unna einingu í kerfinu. Samkeppnisstofnun tók málið til rannsóknar og komst að þeirri niðurstöðu að VÍS, Tryggingamiðstöðin og Sjóvá hefðu haft með sér samráð í málinu og gaf félögunum kost á að tjá sig munnlega um efni málsins. Áður en til þess kom óskaði VÍS eftir viðræðum við Samkeppnisstofnun um að ljúka málinu með sátt og greiddi félagið fimmtán milljónir króna í stjórnvaldssekt. Sama gerði Tryggingamiðstöðin og greiddi átján og hálfa milljón í sekt vegna samráðsins. Sjóvá taldi sig hins vegar ekki hafa brotið samkeppnislög. Því hélt málið áfram og var Sjóvá dæmt til greiðslu 27 milljóna króna í sekt. Þá ákvörðun kærði Sjóvá til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem staðfesti úrskurð samkeppnisráðs. Í kjölfar úrskurðarins höfðaði Sjóvá-Almennar mál gegn Samkeppniseftirlitinu til þess að fá úrskurðinum hnekkt. Þeirri kröfu hafnaði héraðsdómur nú í vikunni og því stendur sektargreiðslan. Voru Sjóvá-Almennar auk þess dæmdar til að greiða málskostnað.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira