Innlent

Straumurinn lá til vinstri

Vinstri-grænir fögnuðu innilega í nótt.
Vinstri-grænir fögnuðu innilega í nótt. MYND/Heiða
Straumur kjósenda lá til vinstri í nótt í stærstu sveitarfélögum landsins þar sem Vinstri-grænir og Samfylkingin bættu við sig fjölda sveitarstjórnarmanna. Sjálfstæðismenn bættu lítillega við sig en Framsóknarmenn töpuðu miklu.

Það er því kannski vinstrisveifla sem er helsta einkennið á kosninganóttinni. Vinstri-grænir sem biðu víðast hvar afhroð í sveitarstjórnarkosningum fyrir fjórum árum styrktu stöðu sína mjög. Í tíu stærstu sveitarfélögum landsins fékk flokkurinn níu sveitarstjórnarmenn, þrefalt fleiri en í síðustu kosningum. Samfylkingin bætti stöðu sína einnig.

Framsóknarmenn tapa mestu, líkt og spáð hafði verið fyrir kosningar. Annar hver sveitarstjórnarmaður þeirra í tíu stærstu sveitarfélögum landsins féll fyrir borð í nótt. Sjálfstæðismenn standa nokkurn veginn í stað, fara þó aðeins upp á við úr 42 fulltrúum í 44.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×