Sport

Watford eða Leeds í úrvalsdeildina

Gylfi Einarsson er ekki í leikmannahópi Leeds í dag.
Gylfi Einarsson er ekki í leikmannahópi Leeds í dag.

Leeds og Watford keppa í dag um réttinn til þess að spila í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en úrslitaleikur liðanna hófst nú kl 14. Leikurinn fer fram á Þúsaldarvellinum í Cardiff og er sýndur beint á Sýn.

Gylfi Einarsson er ekki í leikmannahópi Leeds en honum hefur gengið erfiðlega að vinna sér sæti í liðinu að nýju eftir að hann jafnaði sig af meiðslum í vor.

Það er til mikils að vinna fyrir sigurliðið í dag því talið er að liðið sem vinnur sér sæti í ensku úrvalsdeildinni hagnist um 30-40 milljónir punda eða fjögura til rúmlega fimm milljarða íslenskra króna.

Reading og Sheffield United unnu sér keppnisrétt í ensku úrvalsdeildinni en liðin sem urðu í 3-6. sæti börðust síðan um þriðja sætið sem veitir keppnisrétt í úrvalsdeild að ári. Leeds sló Preston út úr keppni og Watford hafði betur í baráttu við Crystal Palace.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×