Sport

Wallace varnarmaður ársins

Ben Wallace er varnarmaður ársins í NBA í fjórða sinn á síðustu fimm árum
Ben Wallace er varnarmaður ársins í NBA í fjórða sinn á síðustu fimm árum NordicPhotos/GettyImages

Ben Wallace, miðherji Detroit Pistons, hefur verið kjörinn varnarmaður ársins í fjórða sinn á ferlinum. Wallace er aðeins annar leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar til að hljóta þessa nafnbót fjórum sinnum á ferlinum.

Þetta er í fjórða sinn á fimm árum sem Wallace er kjörinn varnarmaður ársins í NBA, en hann vill ekki eigna sér allan heiðurinn. "Ég er bara eins góður og leikmennirnir sem spila fyrir framan mig í vörninni," sagði Wallace og gerði þar með mikið úr framlagi félaga sinna í Detroit-liðinu, sem vissulega eru liðtækir í varnarleiknum.

Bruce Bowen, leikmaður San Antonio, hafnaði í öðru sæti í valinu í ár og Rússinn Andrei Kirilenko hjá Utah Jazz varð þriðji. Dikembe Mutombo hjá Houston Rockets er eini leikmaðurinn í sögu NBA sem einnig hefur verið kjörinn varnarmaður ársins fjórum sinnum. Wallace varð í ár aðeins fimmti leikmaðurinn í sögu NBA til að verja 100 skot og stela 100 boltum sex tímabil í röð. Hinir leikmennirnir eru þeir Julius Erving, Sam Lacey, Hakeem Olajuwon og David Robinson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×