Varnarleikur meistaranna gerði útslagið 8. maí 2006 05:45 Hér eigast þeir við í leiknum í gær, Bruce Bowen og Dirk Nowitzki, en þeir eiga eftir að kljást mikið áður en úrslit liggja fyrir í einvígi San Antonio og Dallas NordicPhotos/GettyImages San Antonio hafði ekki nema einn og hálfan sólarhring til að jafna sig eftir viðureign sína við Sacramento í fyrstu umferðinni áður en liðið sneri aftur heim og tók á móti Dallasí fyrsta leik annarar umferðarinnar í Vesturdeildinni. Meistararnir skelltu í lás í vörninni á lokasprettinum í hnífjöfnum leik og höfðu sigur 87-85. Tim Duncan átti frábæran leik fyrir San Antonio í gær, skoraði 31 stig og hirti 13 fráköst. Tony Parker skoraði 19 stig og Manu Ginobili bætti við 15 stigum. Varamaðurinn Jerry Stackhouse skoraði 24 stig fyrir Dallas, Dirk Nowitzki skoraði 20 stig og hirti 14 fráköst og Josh Howard skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst. "Ég tek eftir því að sum lið eru hætt að tvídekka Tim Duncan. Það er mjög slæm hugmynd. Hann var frábær í kvöld og þegar hann er að spila svona vel er eftirleikurinn okkur hinum svo miklu auðveldari," sagði Tony Parker, leikstjórnandi San Antonio um leikaðferð Dallas. Leikurinn var í járnum allan tímann, en eins og áður sagði var það varnarleikur heimamanna sem gerði útslagið. Dallas skoraði ekki körfu utan af velli á síðustu þremur mínútum leiksins. Það var ekki síst varnarjaxlinn Bruce Bowen sem var hetja San Antonio, því hann skoraði það sem reyndist sigurkarfa liðsins þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum - og náði svo að hanga á Dirk Nowitzki í lokin og koma í veg fyrir að hann næði góðu skoti til að reyna að jafna leikinn. Það kom í hlut Jerry Stackhouse að eiga síðasta skot Dallas í leiknum, sem var örvæntingarfullt og illa ígrundað þriggja stiga skot úr horninu sem var fjarri því að hitta. Flest bendir til þess að einvígi þessara liða verði jafnt og æsispennandi, því liðin gjörþekkja hvort annað. Avery Johnson, þjálfari Dallas, spilaði í mörg ár undir stjórn Gregg Popovich, þjálfara San Antonio. Michael Finley, núverandi leikmaður San Antonio, lék áður í níu ár með Dallas. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Fleiri fréttir Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra körfubolti, Lengjubikarinn og margt fleira Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Þrettán ára sonur Peyton Manning sló í gegn á Pro Bowl „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Sjá meira
San Antonio hafði ekki nema einn og hálfan sólarhring til að jafna sig eftir viðureign sína við Sacramento í fyrstu umferðinni áður en liðið sneri aftur heim og tók á móti Dallasí fyrsta leik annarar umferðarinnar í Vesturdeildinni. Meistararnir skelltu í lás í vörninni á lokasprettinum í hnífjöfnum leik og höfðu sigur 87-85. Tim Duncan átti frábæran leik fyrir San Antonio í gær, skoraði 31 stig og hirti 13 fráköst. Tony Parker skoraði 19 stig og Manu Ginobili bætti við 15 stigum. Varamaðurinn Jerry Stackhouse skoraði 24 stig fyrir Dallas, Dirk Nowitzki skoraði 20 stig og hirti 14 fráköst og Josh Howard skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst. "Ég tek eftir því að sum lið eru hætt að tvídekka Tim Duncan. Það er mjög slæm hugmynd. Hann var frábær í kvöld og þegar hann er að spila svona vel er eftirleikurinn okkur hinum svo miklu auðveldari," sagði Tony Parker, leikstjórnandi San Antonio um leikaðferð Dallas. Leikurinn var í járnum allan tímann, en eins og áður sagði var það varnarleikur heimamanna sem gerði útslagið. Dallas skoraði ekki körfu utan af velli á síðustu þremur mínútum leiksins. Það var ekki síst varnarjaxlinn Bruce Bowen sem var hetja San Antonio, því hann skoraði það sem reyndist sigurkarfa liðsins þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum - og náði svo að hanga á Dirk Nowitzki í lokin og koma í veg fyrir að hann næði góðu skoti til að reyna að jafna leikinn. Það kom í hlut Jerry Stackhouse að eiga síðasta skot Dallas í leiknum, sem var örvæntingarfullt og illa ígrundað þriggja stiga skot úr horninu sem var fjarri því að hitta. Flest bendir til þess að einvígi þessara liða verði jafnt og æsispennandi, því liðin gjörþekkja hvort annað. Avery Johnson, þjálfari Dallas, spilaði í mörg ár undir stjórn Gregg Popovich, þjálfara San Antonio. Michael Finley, núverandi leikmaður San Antonio, lék áður í níu ár með Dallas.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Fleiri fréttir Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra körfubolti, Lengjubikarinn og margt fleira Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Þrettán ára sonur Peyton Manning sló í gegn á Pro Bowl „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Sjá meira