LeBron James kláraði Washington aftur 4. maí 2006 04:34 James fagnar hér sigurkörfu sinni gegn Washington í nótt á yfirvegaðan hátt og í baksýn má sjá að ljósin á spjaldinu sem gefa til kynna lokaflautið, eru enn kveikt NordicPhotos/GettyImages Undrabarnið LeBron James heldur uppteknum hætti í sinni fyrstu heimsókn á stóra sviðið í úrslitakeppni NBA, en í nótt skoraði hann aðra sigurkörfu sína á nokkrum dögum þegar Cleveland lagði Washington 121-120 í æsilegum framlengdum leik og náði forystu 3-2 í einvígi liðanna. James skoraði 45 stig fyrir Cleveland og Gilbert Arenas skoraði 44 fyrir Washington. LeBron James skoraði magnaða sigurkörfu Cleveland þegar 0,9 sekúndur lifðu af framlengingunni í nótt, en eftir að honum hafði mistekist að tryggja Cleveland sigurinn með skoti í lok venjulegs leiktíma - fór ekkert úrskeiðis á síðasta augnablikinu í framlengingunni. Allir leikmennirnir á vellinum vissu að James fengi boltann, en hann keyrði framhjá varnarmanni sínum og skoraði með sniðskoti yfir þrjá varnarmenn sem mættu honum undir körfunni. Hér má sjá James keyra upp að körfunni og skora körfuna sem skildi liðin að í nótt, aðeins 0,9 sekúndum áður en lokaflautið gall í framlengingunninordicphotos/getty images Þetta var aðeins fimmti leikur hinnar ungu ofurstjörnu í úrslitakeppni á stuttum ferli hans, en hann hefur þegar skorað sigurkörfu Cleveland í tveimur þeirra. Cleveland getur nú tryggt sér sigur í einvíginu með því að leggja Washington í höfuðstaðnum í næsta leik. Eins og búast mátti við, snerist leikur gærkvöldsins upp í einvígi þeirra James og Gilbert Arenas. James skoraði sem fyrr segir 45 stig í leiknum, auk þess að hirða 7 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Larry Hughes skoraði 24 stig og Eric Snow skoraði 18 stig. Hjá Washington skoraði Gilbert Arenas 44 stig, Antawn Jamison skoraði 32 stig og Caron Butler skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Þetta var í fyrsta sinn sem tveir menn skora yfir 40 stig í sama leiknum í úrslitakeppninni síðan Shaquille O´Neal (44) og Allen Iverson (48) í fyrsta leik lokaúrslitanna árið 2001. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Sjá meira
Undrabarnið LeBron James heldur uppteknum hætti í sinni fyrstu heimsókn á stóra sviðið í úrslitakeppni NBA, en í nótt skoraði hann aðra sigurkörfu sína á nokkrum dögum þegar Cleveland lagði Washington 121-120 í æsilegum framlengdum leik og náði forystu 3-2 í einvígi liðanna. James skoraði 45 stig fyrir Cleveland og Gilbert Arenas skoraði 44 fyrir Washington. LeBron James skoraði magnaða sigurkörfu Cleveland þegar 0,9 sekúndur lifðu af framlengingunni í nótt, en eftir að honum hafði mistekist að tryggja Cleveland sigurinn með skoti í lok venjulegs leiktíma - fór ekkert úrskeiðis á síðasta augnablikinu í framlengingunni. Allir leikmennirnir á vellinum vissu að James fengi boltann, en hann keyrði framhjá varnarmanni sínum og skoraði með sniðskoti yfir þrjá varnarmenn sem mættu honum undir körfunni. Hér má sjá James keyra upp að körfunni og skora körfuna sem skildi liðin að í nótt, aðeins 0,9 sekúndum áður en lokaflautið gall í framlengingunninordicphotos/getty images Þetta var aðeins fimmti leikur hinnar ungu ofurstjörnu í úrslitakeppni á stuttum ferli hans, en hann hefur þegar skorað sigurkörfu Cleveland í tveimur þeirra. Cleveland getur nú tryggt sér sigur í einvíginu með því að leggja Washington í höfuðstaðnum í næsta leik. Eins og búast mátti við, snerist leikur gærkvöldsins upp í einvígi þeirra James og Gilbert Arenas. James skoraði sem fyrr segir 45 stig í leiknum, auk þess að hirða 7 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Larry Hughes skoraði 24 stig og Eric Snow skoraði 18 stig. Hjá Washington skoraði Gilbert Arenas 44 stig, Antawn Jamison skoraði 32 stig og Caron Butler skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Þetta var í fyrsta sinn sem tveir menn skora yfir 40 stig í sama leiknum í úrslitakeppninni síðan Shaquille O´Neal (44) og Allen Iverson (48) í fyrsta leik lokaúrslitanna árið 2001.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Sjá meira