Sport

Miami í vandræðum

Chicago-liðið ætlar að verða Miami sýnd veiði en ekki gefin
Chicago-liðið ætlar að verða Miami sýnd veiði en ekki gefin NordicPhotos/GettyImages

Chicago Bulls afrekaði það í gær að jafna metin í einvígi sínu við Miami Heat í 2-2 með góðum 93-87 sigri á heimavelli sínum í fjórða leik liðanna. Flestir bjuggust við að það yrði aðeins formsatriði fyrir Miami að afgreiða liðið í sjöunda sæti í Austurdeildinni, en baráttuglaðir leikmenn Chicago eru langt í frá búnir að segja sitt síðasta gegn hærra skrifuðum andstæðingum sínum.

Eftir að hafa lent undir 2-0 virðist lið Chicago nú til alls líklegt, en ungir, fljótir og baráttuglaðir leikmenn liðsins hafa farið illa með luralega leikmenn Miami í síðustu tveimur leikjum. Argentínumaðurinn Andres Nocioni var stigahæstur hjá Chicago í nótt með 24 stig, Ben Gordon skoraði 23 stig og Kirk Hinrich skoraði 21 stig og gaf 9 stoðsendingar. Óvíst er hvort Tyson Chandler verður með liðinu í næsta leik eftir að hafa snúið sig á ökkla undir lokin.





Shaq slappur
Shaquille O´Neal er greinilega kominn af léttasta skeiðinordicphotos/getty images
Miami hefur verið fjarri sínu besta í tveimur síðustu leikjum og

Shaquille O´Neal, Dwayne Wade og félagar verða nú að sýna úr hverju

þeir eru gerðir á heimavelli sínum í næsta leik ef ekki á að fara illa.

O´Neal átti erfitt uppdráttar annan leikinn í röð og gat takmarkað

beitt sér vegna villuvandræða. Hann skoraði 16 stig og hirti 8 fráköst

fyrir Miami og Dwayne Wade skoraði 20 stig og gaf 10 stoðsendingar.

Antoine Walker var stigahæstur með 21 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×