Sport

Johnson þjálfari ársins

Avery Johnson er þjálfari ársins í NBA deildinni
Avery Johnson er þjálfari ársins í NBA deildinni NordicPhotos/GettyImages

Nú hefur verið staðfest að Avery Johnson hjá Dallas Mavericks hafi verið kjörinn þjálfari ársins í NBA deildinni. Johnson hafði nokkra yfirburði í valinu og hlaut 419 atkvæði, þar af 63 í fyrsta sæti. Mike D´Antoni hjá Phoenix varð annar í valinu með 247 atkvæði (27 í fyrsta sæti) og Flip Saunders hjá Detroit Pistons varð þriðji með 233 (18 í fyrsta sæti) stig.

Litli hershöfðinginn, eins og Johnson er oft kallaður, hefur náð frábærum árangri síðan hann tók við liðinu á miðju síðasta tímabili. Hann stýrði Dallas til 60 sigra í deildinni í vetur, sem jafnaði félagsmetið og vann 66 af fyrstu 82 leikjum sínum í deildarkeppninni sem er NBA met.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×