Arenas og Redd skoruðu báðir 43 stig 19. apríl 2006 05:45 Michael Redd keyrir hér framhjá Gilbert Arenas í leik Washington og Milwaukee í gærkvöld, en þeir félagar skoruðu báðir 43 stig í leiknum NordicPhotos/GettyImages Sjónvarpsleikurinn á NBA TV í gærkvöldi var hin besta skemmtun en þar bar Washingto sigurorð af Milwaukee á heimavelli sínum 116-103, þar sem Gilbert Arenas hjá Washington og Michael Redd skoruðu 43 stig hvor. Það voru þó heimamenn sem höfðu sigur og eru í góðri stöðu með að ná fimmta sætinu í úrslitakeppninni í Austurdeildinni. Atlanta lagði varalið Miami á heimavelli 103-100 með sigurkörfu Tyrone Lue á lokasekúndunum. Sigurinn var sá 26. hjá Atlanta í vetur og þó það sé auðvitað ekki stórkostlegur árangur - er það engu að síður tvöföldun á sigurleikjum liðsins í fyrravetur. Zaza Pachulia skoraði 18 stig fyrir Atlanta, en Dorell Wright skoraði 19 stig fyrir Miami sem hvílir þá Shaquille O´Neal og Dwayne Wade fyrir átökin í úrslitakeppninni. Memphis lagði LA Clippers 101-95 á heimavellli sínum og tryggði sér þar með hið allt annað en eftirsótta fimmta sæti í Vesturdeildinni, þar sem ljóst er að liðið mun mæta sterku liði Dallas Mavericks. Clippers fær sjötta sætið, en því fylgir einvígi við lið Denver sem er í þriðja sæti Vesturdeildarinnar - en er í alla staði mun lakara lið en Dallas. Mikið hafði verið rætt um gallana í reglunum sem ráða uppröðun liða í úrslitakeppnina með tilkomu sjötta riðilsins í deildinni - því bæði Clippers og Memphis hefðu í raun hagnast á því að tapa leik kvöldsins. Ekki var uppstillingin til að þagga niður í þeim gagnrýnisröddum, því bæði lið hvíldu sína bestu menn. John Singleton skoraði 23 stig fyrir Clippers, en Jake Tsakalidis skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst hjá Memphis. Að lokum vann Sacramento 9. sigur sinn í síðustu 11. leikjum þegar það skellti Seattle 111-105 á heimavelli sínum. Bonzi Wells skoraði 23 stig fyrir Sacramento og Kenny Thomas skoraði 17 stig og hirti 18 fráköst, en Ray Allen skoraði 26 stig fyrir Seattle og Luke Ridnour skoraði 14 stig og gaf 15 stoðsendingar. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Sjá meira
Sjónvarpsleikurinn á NBA TV í gærkvöldi var hin besta skemmtun en þar bar Washingto sigurorð af Milwaukee á heimavelli sínum 116-103, þar sem Gilbert Arenas hjá Washington og Michael Redd skoruðu 43 stig hvor. Það voru þó heimamenn sem höfðu sigur og eru í góðri stöðu með að ná fimmta sætinu í úrslitakeppninni í Austurdeildinni. Atlanta lagði varalið Miami á heimavelli 103-100 með sigurkörfu Tyrone Lue á lokasekúndunum. Sigurinn var sá 26. hjá Atlanta í vetur og þó það sé auðvitað ekki stórkostlegur árangur - er það engu að síður tvöföldun á sigurleikjum liðsins í fyrravetur. Zaza Pachulia skoraði 18 stig fyrir Atlanta, en Dorell Wright skoraði 19 stig fyrir Miami sem hvílir þá Shaquille O´Neal og Dwayne Wade fyrir átökin í úrslitakeppninni. Memphis lagði LA Clippers 101-95 á heimavellli sínum og tryggði sér þar með hið allt annað en eftirsótta fimmta sæti í Vesturdeildinni, þar sem ljóst er að liðið mun mæta sterku liði Dallas Mavericks. Clippers fær sjötta sætið, en því fylgir einvígi við lið Denver sem er í þriðja sæti Vesturdeildarinnar - en er í alla staði mun lakara lið en Dallas. Mikið hafði verið rætt um gallana í reglunum sem ráða uppröðun liða í úrslitakeppnina með tilkomu sjötta riðilsins í deildinni - því bæði Clippers og Memphis hefðu í raun hagnast á því að tapa leik kvöldsins. Ekki var uppstillingin til að þagga niður í þeim gagnrýnisröddum, því bæði lið hvíldu sína bestu menn. John Singleton skoraði 23 stig fyrir Clippers, en Jake Tsakalidis skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst hjá Memphis. Að lokum vann Sacramento 9. sigur sinn í síðustu 11. leikjum þegar það skellti Seattle 111-105 á heimavelli sínum. Bonzi Wells skoraði 23 stig fyrir Sacramento og Kenny Thomas skoraði 17 stig og hirti 18 fráköst, en Ray Allen skoraði 26 stig fyrir Seattle og Luke Ridnour skoraði 14 stig og gaf 15 stoðsendingar.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Sjá meira