Sport

Allt undir hjá Washington og Milwaukee

Gilbert Arenas hefur verið sjóðandi heitur hjá Washington að undanförnu þrátt fyrir erfið bakmeiðsli. Hann er fjórði stigahæsti leikmaður deildarinnar með 29,3 stig að meðaltali í leik
Gilbert Arenas hefur verið sjóðandi heitur hjá Washington að undanförnu þrátt fyrir erfið bakmeiðsli. Hann er fjórði stigahæsti leikmaður deildarinnar með 29,3 stig að meðaltali í leik NordicPhotos/GettyImages

Það verður allt í járnum í kvöld þegar Washington Wizards og Milwaukee Bucks mætast í NBA deildinni, en leikurinn verður í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland. Fjögur lið eru enn að kljást um uppröðun í síðustu fjögur sætin inn í úrslitakeppnina í Austurdeildinni og eru nánast jöfn í einum hnapp, en auk þessara liða eru Indiana og Chicago með nánast sömu stöðu og vilja t.d. öll forðast það í lengstu lög að mæta Detroit Pistons í fyrstu umferðinni.

Ólíkt mörgum leikjum sem spilaðir eru á þessum tímapunkti er leikurinn sem sýndur er á NBA TV í kvöld mjög mikilvægur báðum liðum. Nokkrir leikir eru á dagskrá í kvöld og annað kvöld, en þá lýkur venjulegu leiktímabili í NBA og úrslitakeppnin tekur við.

Washington hefur besta stöðu af fjórum áðurnefndum liðum og hefur unnið 40 leiki og tapað 40, en Milwaukee, Indiana og Chicago hafa öll unnið 40 og tapað 41. Það er því til mikils að vinna fyrir bæði lið í kvöld, því áttunda sætið inn í úrslitakeppnina í Austurdeildinni þýðir einvígi við sterkasta lið vetrarins, Detroit Pistons - á meðan fimmta sætið þýðir einvígi við ungt og óreynt lið Cleveland Cavaliers, sem ætti að vera mun betri kostur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×