Viðskipti innlent

Rue de Net og Skýrr í samstarf

Rue de Net ehf. og Skýrr hf. hafa undirritað samning um almennt samstarf og sölu lausna hvor annars hvað snertir viðskiptalausnir og þróunarumhverfi Microsoft. Fyrirtækin hyggjast taka sameiginlega þátt í verkefnum og útboðum þar sem styrkleikar beggja nýtast.

Haft er eftir Pálma Hinrikssyni, framkvæmdastjóra Viðskiptalausna Skýrr, að fyrirtækið bindi miklar vonir við samninginn og sé mikils vænst af honum. Þá veiti samstarf við öflugan hóp sérfræðinga Rue de Net ákveðið forskot í samkeppni á hörðum markaði.

Alfred B. Þórðarsson, framkvæmdastjóri Rue de Net, segir: "Skýrr er stórt og öflugt fyrirtæki á sviði upplýsingatækni og ætlar sér stóra hluti á markaði fyrir Microsoft-viðskiptalausnir. Skýrr hefur nú þegar innanborðs stóran hóp metnaðarfullra Microsoft-sérfræðinga. Náið samstarf við fyrirtæki af þessari stærðargráðu gefur okkur aukin sóknarfæri með vörur okkar og færir ákveðinn stöðugleika í starfsemina."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×