Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,96 prósent

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands. Mynd/GVA
Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hækkaði um 1,96 prósent í viðskiptum dagsins eftir lækkanir síðustu tvo viðskiptadaga. Mest hækkuðu bréf í Flögu, Actavis, FL Group og Glitni. Gengi bréfa í Flögu lækkaði mest í gær, eða um rúm 20 prósent. Eina félagið sem lækkaði í viðskiptum dagsins var Dagsbrún.

Í Vegvísi Landsbankans segir að vísitalan hafi hækkað mikið í byrjun dags en rétt rúmum klukkutíma eftir opnun markaðarins hafði hún hækkað um 3,6 prósent. Hækkunin gekk svo að miklu leyti til baka þegar líða tók á daginn.

Úrvalsvísitalan stendur í 5.601 stigi og hefur hækkað um 1 prósent frá áramótum. Hæsta lokagildi vísitölunnar var 6.925 stig en því náði hún 15. febrúar síðastliðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×