FL Group kaupir Dreamliner farþegaþotur 5. apríl 2006 13:43 Boeing 787 Dreamliner farþegaþota. Mynd/AFP FL Group hefur samið um kaup á tveimur Boeing 787-8 Dreamliner farþegaþotum fyrir hönd Icelandair Group. Flugvélarnar verða afhentar vorið 2012, en tveimur árum fyrr, eða á árinu 2010 fær Icelandair afhentar tvær fyrstu Boeing 787 breiðþoturnar sem pantaðar voru fyrir rúmu ári. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Icelandair, dótturfélag Icelandair Group, muni nýta vélarnar til að þróa áfram leiðakerfi sitt og endurnýja flugflotann. Félagið á möguleika á að nýta sér kauprétt á þremur Boeing 787 flugvélum til viðbótar. Heildarverðmæti flugvélanna tveggja er um 290 milljónir Bandaríkjadala, eða um 21 milljarðar íslenskra króna, samkvæmt verðskrá. Jafnframt hefur verið samið við Rolls Royce um Trents 1000 hreyfla fyrir Boeing 787 flota félagsins. Boeing 787 flugvélin hefur vakið mikla athygli í flugheiminum að undanförnu fyrir tækniþróun og nýjungar. Alls hafa 28 flugfélög pantað 345 flugvélar af þessari tegund og er hún vinsælasta nýsmíði í sögu Boeing, að því er fram kemur í tilkynningunni. Vélarnar taka 200 til 300 farþega og henta á allt að 16.000 kílómetra vegalengdum. Þá notar Boeing 787 20 prósentum minna eldsneyti en sambærilegar farþegaþotur auk þess sem hægt verður að bjóða 45 prósentum meira vörurými en flugvélar af sambærilegri stærð gera í dag. Farþegarýmið verður gjörólíkt því sem nú tíðkast, gluggar verða mun stærri, sæti og gangar verða breiðari, rakastig verður hærra og margt fleira gerir það að verkum að upplifun farþegans af fluginu verður mun ánægjulegri, að því er segir í tilkynningunni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
FL Group hefur samið um kaup á tveimur Boeing 787-8 Dreamliner farþegaþotum fyrir hönd Icelandair Group. Flugvélarnar verða afhentar vorið 2012, en tveimur árum fyrr, eða á árinu 2010 fær Icelandair afhentar tvær fyrstu Boeing 787 breiðþoturnar sem pantaðar voru fyrir rúmu ári. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Icelandair, dótturfélag Icelandair Group, muni nýta vélarnar til að þróa áfram leiðakerfi sitt og endurnýja flugflotann. Félagið á möguleika á að nýta sér kauprétt á þremur Boeing 787 flugvélum til viðbótar. Heildarverðmæti flugvélanna tveggja er um 290 milljónir Bandaríkjadala, eða um 21 milljarðar íslenskra króna, samkvæmt verðskrá. Jafnframt hefur verið samið við Rolls Royce um Trents 1000 hreyfla fyrir Boeing 787 flota félagsins. Boeing 787 flugvélin hefur vakið mikla athygli í flugheiminum að undanförnu fyrir tækniþróun og nýjungar. Alls hafa 28 flugfélög pantað 345 flugvélar af þessari tegund og er hún vinsælasta nýsmíði í sögu Boeing, að því er fram kemur í tilkynningunni. Vélarnar taka 200 til 300 farþega og henta á allt að 16.000 kílómetra vegalengdum. Þá notar Boeing 787 20 prósentum minna eldsneyti en sambærilegar farþegaþotur auk þess sem hægt verður að bjóða 45 prósentum meira vörurými en flugvélar af sambærilegri stærð gera í dag. Farþegarýmið verður gjörólíkt því sem nú tíðkast, gluggar verða mun stærri, sæti og gangar verða breiðari, rakastig verður hærra og margt fleira gerir það að verkum að upplifun farþegans af fluginu verður mun ánægjulegri, að því er segir í tilkynningunni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira