Viðskipti innlent

Vöruskiptin óhagstæð um 7,2 milljarða

Hagstofa Íslands
Hagstofa Íslands Mynd/Stefán Karlsson

Vöruskipti voru óhagstæð um 7,2 milljarða króna í febrúar. Á sama tíma í fyrra voru vöruskiptin óhagstæð um 4,8 milljarða. Vörur voru fluttar út fyrir fyrir 14,8 milljarða króna í febrúar og inn fyrir 22,0 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar.

Vörur voru fluttar út fyrir 28,9 milljarða krónur á fyrstu tveimur mánuðum ársins en innflutningurinn nam 47,5 milljörðum króna. Halli var á vöruskiptunum við útlönd sem nam því 18,6 milljörðum. Á sama tíma fyrir ári nam hallinn 9,1 milljarði króna á sama gengi.

Þá var verðmæti vöruútflutnings fyrstu tvo mánuði ársins 0,2 milljörðum eða 0,8% meira á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Sjávarafurðir voru prósent alls útflutnings og var verðmæti þeirra 3,5 prósentum meira en á sama tíma árið áður. Útfluttar iðnaðarvörur voru 36 prósent alls útflutnings og var verðmæti þeirra 4,4 prósentum minna en árið áður.

Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu tvo mánuði ársins var 9,7 milljörðum eða 25,6% meira á föstu gengi en árið áður. Mest varð aukning í innflutningi á hrá- og rekstrarvöru og fjárfestingavöru. Innflutningur á flugvélum var hins vegar minni, að sögn Hagstofunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×