Viðskipti innlent

Hagnaður Jeratúns 7,29 milljónir

Mynd/Helga Hjálmrós Bjarnadóttir
Rekstrarhagnaður Jeratúns ehf., einkafyrirtækis í eigu Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar, nam 7,29 milljónum króna á síðasta ári. Eigið fé nam 8,34 milljónum króna, samkvæmt ársuppgjöri fyrirtækisins. Starfsemi fyrirtækisins var í samræmi við áætlanir og greiðslur sveitarfélaganna til þess voru í skilum.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að hlutverk félagsins sé bygging og rekstur skólahúsnæðis Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Flokkist starfsemi félagsins því undir að vera á vettvangi sveitarfélaga.

Lántaka félagsins er vegna fjármögnunar framkvæmda við Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Sveitarfélögin ásamt ríkinu greiða húsaleigu sem á að standa undir afborgunum og vöxtum af lánum. Í lok ársins námu eftirstöðvar lána 442,2 milljónum króna og voru eftirstöðvar í skilum. Sveitarfélögin bera hlutfallslega ábyrgð á greiðslu lánanna, að því er fram kemur í tilkynningunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×