Viðskipti innlent

Lítil verðbólga í samræmdri mælingu

Samræmd vísitala neysluverðs í ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins hækkaði um 0,3 prósent milli janúar og febrúar meðan lækkaði hér um 0,2 prósent.

Hér mælist 12 mánaða verðbólga í samræmdri mælingu þar sem ekki er tekið tillit til húsnæðisverðs 1,2 prósent, meðan hún er 2,2 prósent að meðaltali í ríkjum EES og 2,3 prósent á evrusvæðinu.

Í tölum sem Hagstofa Íslands birti í gær kemur fram að mesta verðbólgan á Evrópska efnahagssvæðinu á þessu tólf mánaða tímabili hafi verið 7,0 prósent í Lettlandi, 4,5 prósent í Eistlandi og 4,3 prósent í Slóvakíu.

Minnst var verðbólgan 0,6 prósent í Finnlandi, 0,9 prósent í Póllandi og 1,1 prósent í Svíþjóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×