Viðskipti erlent

Blaðaútgáfur sameinast í Bandaríkjunum

Bandaríska útgáfufyrirtækið Knight Ridder Inc., sem er næststærsta dagblaðaútgáfa Bandaríkjanna, hefur samþykkt yfirtökutilboð samkeppnisaðilans McClatchy Co. sem er mun smærra fyrirtæki. Yfirtökutilboðið hljóðar upp á 4,5 milljarða Bandaríkjadali. Eftir sameiningu útgáfufyrirtækjanna á fyrirtækið 32 dagblöð og 50 önnur blöð.

McClatchy hefur í hyggju að selja 12 lítil dagblöð til að fjármagna kaupin en á meðal dagblaðanna eru San Jose Mercury News og Philadelphia Inquirer. Þá á McClatchy að auki dagblöð á borð við Sacramento Bee.

Dagblöð hafa átt undir högg að sækja í Bandaríkjunum á sl. árum m.a. vegna tilkomu netsins.

Ólíkt útgáfufyrirtækjum á borð við Knight Ridder þykir McClatchy Co. hins vegar hafa tekist vel til í dagblaðaútgáfu og er rekstur þess stöðugur.

Búist er við að kaupin gangi í gegn eftir þrjá til fjóra mánuði en eftir það munu blöð McClatchy ná til allt að 3,2 milljóna manna á degi hverjum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×