Viðskipti erlent

Hráolíuverð lækkaði

Hráolíuverð lækkaði á helstu mörkuðum í dag í kjölfar þess að samtök olíuframleiðsluríkja (OPEC) samþykktu á fundi sínum í Vínarborg í gær að halda olíuframleiðslu óbreyttri.

Verð á hráolíu lækkaði á mörkuðum í Bandaríkjunum um 22 sent og stendur nú í 59,80 dollurum á tunnu. Þá lækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu um 1,14 dali í Lundúnum í dag og stendur olíutunnan í 60,03 dollurum.

Þá var jafnframt greint frá því í gær að olíubirgðir hafi aukist um 6,8 milljónir tunna og voru heildarolíubirgðir í Bandaríkjunum 335,1 tunna og hafa birgðirnar ekki verið meiri í landinu síðastliðin sex ár.

OPEC-ríkin framleiða á bilinu 28 til 30 milljón tunnur af olíu á hverjum degi og hafa sérfræðingar varað við því að framleiðsluna megi ekki auka frekar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×