Sport

Liverpool er undir í hálfleik

Útlitið er dökkt hjá Evrópumeisturunum í hálfleik
Útlitið er dökkt hjá Evrópumeisturunum í hálfleik NordicPhotos/GettyImages

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Evrópumeistarar Liverpool eiga á brattann að sækja á heimavelli sínum Anfield, þar sem liðið er undir 1-0 í hálfleik og þarf því að skora þrjú mörk í þeim síðari til að komast áfram í keppninni.

Lið Liverpool hefur ráðið ferðinni í fyrri hálfleiknum og hefur meðal annars átt tvö skot í tréverkið hjá portúgalska liðinu, en heilladísirnar hafa einfaldlega ekki verið á bandi Liverpool enn sem komið er.

AC Milan hefur yfir 2-1 gegn Bayern Munchen á heimavelli sínum. Shevchenko og Inzaghi skoruðu mörk heimamanna, en Ismael minnkaði muninn fyrir þýska liðið.

Lyon hefur yfir 2-0 yfir gegn PSV og er komið með annan fótinn áfram í keppninni. Það var Tiago sem skoraði bæði mörk liðsins. Þá er markalaust hjá Arsenal og Real Madrid á Highbury.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×