Viðskipti erlent

Bankastjórn Seðlabanka Japans fundar

Fundur bankastjórnar Seðlabanka Japans hófst í dag. Fjármálasérfræðingar fylgjast grannt með fundinum, sem stendur yfir í tvo daga, en búist er við nokkrum breytingum á peningastefnu bankans. Hins vegar er ekki búist við hækkun stýrivaxta í Japan á næstunni líkt og áður var talið en vextirnir hafa haldist óbreyttir í fimm ár.

Að sögn fréttastofunnar Associated Press ákvað bankastjórnin að setjast niður til fundar til að auka þanþol japanska hlutabréfamarkaðarins gagnvart sveiflum á öðrum mörkuðum, sér í lagi þeim bandaríska.

Hlutabréf lækkuðu í kauphöllinni í Japan í dag, annan daginn í röð. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,6 prósent og nemur heildarlækkunin síðustu sex daga 3,6 prósentum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×