Innlent

Þrír mánuðir fyrir virðisaukasvindl

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Arnartaks ehf. var í dag dæmdur í Héraðsdómi í þriggja mánaða fangelsi og til greiðslu 8,5 milljóna króna í sekt fyrir vangoldinn virðisaukaskatt á árunum 1998-2002.

Virðisaukaskatturinn, sem innheimtur var í nafni félagsins, var ekki greiddur Sýslumanni Hafnarfjarðar en upphæðin nam um 4,5 milljónum á tímabilinu. Játning mannsins reiknaðist honum til refsilækkunar auk þess sem hann hefur greitt til baka hluta fjárhæðarinnar. Greiði hann ekki sektina, 8,5 milljónir, innan fjögurra vikna bætist þó við fimm mánaða fangelsisvist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×