Viðskipti innlent

Íbúðalánasjóður í Kauphöllina

Íbúðalánasjóður hefur viðskipti á skuldabréfamarkaði Kauphallar Íslands sjöunda mars næstkomandi undir auðkenninu ILS. Með aðild Íbúðalánasjóðs verða kauphallaraðilar orðnir 24.

Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs, er ánægður með aðildina. „Mjög mikilvægt er fyrir Íbúðalánasjóð að geta átt viðskipti með eigin skuldabréf vegna aukinnar áherslu á áhættu-og fjárstýringu sjóðsins. Jafnframt er nauðsynlegt að viðskipti með eigin bréf séu sýnileg öllum markaðsaðilum og tryggir aðildin að Kauphöll Íslands þennan sýnileika á markaði,” segir hann.

Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallarinnar, býður Íbúðalánasjóð velkominn í Kauphöllina og vonar að kauphallaraðildin verði bæði sjóði og markaði til góðs, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×