Sport

Toronto stöðvaði sigurgöngu New York

Jalen Rose (t.v.) sýndi gamalkunna takta í liði Toronto í sigrinum á New York í nótt, en eftir að hafa unnið einn af fyrstu sextán leikjum sínum í haust, hefur Kanadaliðið verið á fínu róli undanfarið
Jalen Rose (t.v.) sýndi gamalkunna takta í liði Toronto í sigrinum á New York í nótt, en eftir að hafa unnið einn af fyrstu sextán leikjum sínum í haust, hefur Kanadaliðið verið á fínu róli undanfarið NordicPhotos/GettyImages

Lið Toronto Raptors stöðvaði í nótt sex leikja sigurgöngu New York Knicks með 129-103 sigri á heimavelli sínum í Kanada. New York var fyrir leikinn eina taplausa liðið í NBA á árinu, en 31 stig frá Jalen Rose áttu stóran þátt í þessum sigri, sem jafnframt bauð upp á mesta stigaskor í sögu Toronto liðsins. Eddy Curry skoraði 20 stig fyrir New York og Stephon Marbury var með 18 stig og 13 stoðsendingar.

Portland vann nokkuð óvæntan sigur á Cleveland 89-87, þrátt fyrir stórleik LeBron James hjá Cleveland en hann skoraði 29 stig, hirti 13 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Zach Randolph og Ruben Patterson skoruðu 16 stig hvor fyrir Portland, en þetta var fjórða tap Cleveland í röð.

Mike Bibby fór á kostum í liði Sacramento og skoraði 42 stig í sigri liðsins á Orlando í nótt 104-100, en Brad Miller skoraði 21 stig, hirti 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Jameer Nelson skoraði 29 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Orlando og Dwight Howard skoraði 18 stig og hirti 19 fráköst.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×