Sport

Dansarar Detroit þykja djarfir

Dansarar Detroit Pistons þóttu heldur glannalega til fara á dagatalinu sem gefið var út á dögunum
Dansarar Detroit Pistons þóttu heldur glannalega til fara á dagatalinu sem gefið var út á dögunum NordicPhotos/GettyImages

Dagatal sem gefið var út af klappstýrum Detroit Pistons um jólin hefur heldur betur farið fyrir brjóstið á ákveðnum hópi fólks, sem þótti dagatalið heldur ósiðlegt. Hópur kristinna manna hefur nú vakið athygli á því að dagatalið, sem gefur að líta myndir af klappstýrunum í efnislitlum sundfötum, særi blygðunarkennd fólks og sé ekki sæmandi körfuboltaliði sem nýtur stuðnings fjölskyldufólks.

Forseti Detroit, Tom Wilson, vill þó ekki kannast við að dagatalið sé ósiðlegt og hefur bent á að myndirnar á því séu nokkuð sem sjá megi á hvaða strönd sem er í landinu. "Við höfum fengið mun fleiri jákvæð viðbrögð á dagatalið en neikvæð. Stúlkurnar eru gullfallegar og líta ekki glyðrulega út eins og sumir vilja meina," sagði Wilson.

Dagatalið sýnir stúlkurnar sitja fyrir á myndum víðsvegar um Michigan-fylki og voru flest þeirra í raun gefin á heimaleikjum Detroit Pistons, en nokkur eru þó enn til sölu fyrir 13 dollara stykkið, fyrir þá sem hafa áhuga á hinum umdeildu myndum. Kaupendur verða þó að vera 18 ára eða eldri og allur gróði af sölunni fer til góðgerðarmála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×