Sport

Carter tryggði Nets 10. sigurinn í röð

Vince Carter reyndist sínum gömlu félögum í Toronto erfiður í nótt og skoraði ævintýralega sigurkörfu New Jersey í lokin
Vince Carter reyndist sínum gömlu félögum í Toronto erfiður í nótt og skoraði ævintýralega sigurkörfu New Jersey í lokin NordicPhotos/GettyImages

Vince Carter fór illa með sína gömlu félaga í Toronto Raptors í nótt þegar hann skoraði sigurkörfu New Jersey Nets með ævintýralegu þriggja stiga skoti um leið og lokaflautið gall. New Jersey sigraði 105-104 og var þetta 10. sigurleikur liðsins í röð. Carter skoraði 42 stig og hirti 10 fráköst í leiknum og Jason Kidd skoraði 22 stig og gaf 15 stoðsendingar.

New York er aðeins að rétta úr kútnum og í nótt vann liðið Seattle á heimavelli sínum 120-116. Stephon Marbury skoraði 23 stig og gaf 15 stoðsendingar hjá New York, en Ray Allen skoraði 33 stig fyrir Seattle.

Carmelo Anthony tryggði Denver sigur á Houston á útivelli 92-90 með körfu á lokasekúndunni, en bæði lið voru án margra byrjunarliðsmanna í leiknum. Earl Watson fór á kostum í liði Denver og skoraði 20 stig af varamannabekknum, en Rafer Alston skoraði 24 stig og gaf 11 stoðsendingar hjá Houston. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á NBA TV.

Miami valtaði yfir Portland á útivelli 118-89. Dwayne Wade skoraði 31 stig fyrir Miami en Ruben Patterson skoraði 16 stig fyrir Portland.

Þá vann Indiana stórsigur á Sacramento á útivelli 108-83. Stephen Jackson skoraði 31 stig fyrir Indiana, en Kenny Thomas skoraði 21 stig fyrir meiðslum hrjáð lið Sacramento.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×