Viðskipti innlent

Upp fyrir SPRON

Miklar breytingar voru kynntar hjá Icebank, áður Sparisjóðabankanum, fyrir skömmu þar sem boðaður var mikill vöxtur bæði innan- og utanlands. Jafnframt verður bankinn skráður í Kauphöllina í síðasta lagi árið 2008. En það hafa einnig orðið breytingar á eignarhaldi í Icebank með samruna SPV og SPH. Nýi sparisjóðurinn heldur nú utan um 28 prósenta hlut sem þýðir að SPRON, sem á 24,5 prósent í Icebank, er ekki lengur stærsti eigandinn í bankanum. Þetta er áhugaverð staða þar sem báðir sparisjóða-risarnir vilja án efa ráða för. Er því allt eins búist við að annar hvor þeirra kaupi hinn út áður en til skráningar kemur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×