Erlent

Áframhaldandi gæsluvarðhald

Mikil leynd hvílir yfir rannsókn málsins.
Mikil leynd hvílir yfir rannsókn málsins. MYND/AFP

Danska lögreglan hefur yfirheyrt einn mann til viðbótar sem talinn er tengjast stórfelldustu áætlunum um hryðjuverk sem uppgötvast hafa í Danmörku, segir í frétt Politiken.

Fimm menn sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins og voru í gær dæmdir í áframhaldandi varðhald, þótt einangruninni verði létt. Tveim mönnum hefur þegar verið sleppt, en þeir liggja þó enn undir grun. Annar þeirra er nú í Líbanon.

Mennirnir voru handteknir í haust í víðtækum aðgerðum lögreglunnar og leyniþjónustu Danmerkur í Óðinsvéum. Á ýmsu hefur gengið í rannsókn málsins síðan og hafa verjendur mannanna kvartað yfir of mikilli leynd yfir rannsókninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×