Viðskipti innlent

Eiginmaður 7

Margir áhugaverðir fyrirlesarar tóku til máls á málþingi um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja í síðustu viku. Meðal þeirra var Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, sem sagði samfélagsleg gildi og hámarksarðsemi ekki endilega andstæður. Á endanum snerist þetta bara um "að vera góður strákur".

Síðastur í pontuna fyrir pallborðsumræður var Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis. Þótti honum það heldur aumt hlutskipti. Fullyrti hann að ef hann hefði sjálfur skipulagt ráðstefnuna hefði hann sleppt því að bjóða sjálfum sér. Líkti hann líðan sinni við líðan sjöunda eiginmanns Elizabeth Taylor á brúðkaupsnóttina. "Ég veit vel hvað ég er að gera hérna, ég er bara ekki svo viss um að þið séuð neitt sérstaklega spennt fyrir því!"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×