Tilnefnd til verðlauna 14. nóvember 2006 16:00 AndrÉs Kolbeinsson það styttist í að Myndstefsverðlaunin svokölluðu verði veitt og var tilkynnt á föstudag hverjir væru tilnefndir að þessu sinni. Sex myndhöfundar, þrjár konur og þrír karlar, keppa um heiðursverðlaun Myndstefs, myndhöfundasjóðs Íslands, en forseti Íslands úthlutar þeim hinn 21. nóvember næstkomandi. Það verður í annað sinn sem verðlaunum Myndstefs er úthlutað. Þau eru veitt fyrir afburðaframlag til myndlistar, framúrskarandi myndverk eða sýningu. Verðlaunin nema samtals einni milljón króna. Landsbanki Íslands er fjárhagslegur bakhjarl heiðursverðlaunanna og leggur til helming verðlaunafjárins en hinn helmingurinn kemur úr sjóðum Myndstefs, sem er höfundarréttarsjóður myndlistar í landinu. Andrés Kolbeinsson fyrir merkt framlag til íslenskrar ljósmyndalistar sem kynnt var almenningi í fyrsta sinn á yfirlitssýningu á vegum Ljósmyndasafns Reykjavíkur sumarið 2006.Þessi eru tilnefnd í ár:Atli HilmarssonAtli Hilmarsson fyrir fjölþætt verkefni á sviði grafískrar hönnunar, meðal annars í tengslum við landnámssýninguna Reykjavík 871+/- í kjallara Aðalstrætis 16 og Sjónlist 2006 á Akureyri. Birgir AndrÉssonBirgir Andrésson fyrir persónulegt framlag á sviði myndlistar og frumlega túlkun á íslenskum þjóðareinkennum í verkum sínum á yfirlitssýningu í Listasafni Íslands vorið 2005. Sigríður SigþórsdóttirSigríður Sigþórsdóttir, VA arkitektum, fyrir hönnun lækningalindar Bláa lónsins og Landnámsseturs í Borgarnesi, þar sem næm tilfinning og virðing fyrir náttúrulegu umhverfi og sögulegu samhengi er einkennandi. RúríRúrí fyrir gjörninginn Tileinkun, sem fram fór við Drekkingarhyl á Þingvöllum í tengslum við samsýninguna Mega vott í Hafnarborg haustið 2006, og fyrir áhrifamikið framlag til íslenskrar myndlistar. Valgerður BergsdóttirValgerður Bergsdóttir fyrir steinda glugga í Reykholtskirkju, sýningarnar Teikn og hnit og AND-LIT í Gerðarsafni og fyrir fjölþætt störf á vettvangi íslenskrar myndlistar sem kennari, stjórnandi og myndlistarmaður. Tilnefningar bera með sér fjölbreytileikann sem er í myndlist landsmanna: ljósmyndari sem átti sitt besta skeið á sjötta og sjöunda áratugnum en tekur enn myndir; myndlistarmaður sprottinn af akri konseftlistar; gerningakona og skúlptúristi, arkitekt, grafískur hönnuður og glerlistakona og kennari með meiru. Þriggja manna dómnefnd, skipuð þeim Valgerði Hauksdóttur myndlistarmanni, Pétri Ármannssyni arkitekt og Björgólfi Guðmundssyni, stjórnarformanni Landsbankans, velur úr tillögum. Innan vébanda Myndstefs eru á fjórtánda hundrað manns í sex aðildarfélögum: Sambandi íslenskra myndlistarmanna, Ljósmyndarafélagi Íslands, Félagi íslenskra teiknara, Félagi grafískra teiknara, Arkitektafélagi Íslands og Félagi leikmynda- og búningahöfunda. Einnig eiga aðild að Myndstefi allmargir erfingjar að myndhöfundarétti. Menning Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
það styttist í að Myndstefsverðlaunin svokölluðu verði veitt og var tilkynnt á föstudag hverjir væru tilnefndir að þessu sinni. Sex myndhöfundar, þrjár konur og þrír karlar, keppa um heiðursverðlaun Myndstefs, myndhöfundasjóðs Íslands, en forseti Íslands úthlutar þeim hinn 21. nóvember næstkomandi. Það verður í annað sinn sem verðlaunum Myndstefs er úthlutað. Þau eru veitt fyrir afburðaframlag til myndlistar, framúrskarandi myndverk eða sýningu. Verðlaunin nema samtals einni milljón króna. Landsbanki Íslands er fjárhagslegur bakhjarl heiðursverðlaunanna og leggur til helming verðlaunafjárins en hinn helmingurinn kemur úr sjóðum Myndstefs, sem er höfundarréttarsjóður myndlistar í landinu. Andrés Kolbeinsson fyrir merkt framlag til íslenskrar ljósmyndalistar sem kynnt var almenningi í fyrsta sinn á yfirlitssýningu á vegum Ljósmyndasafns Reykjavíkur sumarið 2006.Þessi eru tilnefnd í ár:Atli HilmarssonAtli Hilmarsson fyrir fjölþætt verkefni á sviði grafískrar hönnunar, meðal annars í tengslum við landnámssýninguna Reykjavík 871+/- í kjallara Aðalstrætis 16 og Sjónlist 2006 á Akureyri. Birgir AndrÉssonBirgir Andrésson fyrir persónulegt framlag á sviði myndlistar og frumlega túlkun á íslenskum þjóðareinkennum í verkum sínum á yfirlitssýningu í Listasafni Íslands vorið 2005. Sigríður SigþórsdóttirSigríður Sigþórsdóttir, VA arkitektum, fyrir hönnun lækningalindar Bláa lónsins og Landnámsseturs í Borgarnesi, þar sem næm tilfinning og virðing fyrir náttúrulegu umhverfi og sögulegu samhengi er einkennandi. RúríRúrí fyrir gjörninginn Tileinkun, sem fram fór við Drekkingarhyl á Þingvöllum í tengslum við samsýninguna Mega vott í Hafnarborg haustið 2006, og fyrir áhrifamikið framlag til íslenskrar myndlistar. Valgerður BergsdóttirValgerður Bergsdóttir fyrir steinda glugga í Reykholtskirkju, sýningarnar Teikn og hnit og AND-LIT í Gerðarsafni og fyrir fjölþætt störf á vettvangi íslenskrar myndlistar sem kennari, stjórnandi og myndlistarmaður. Tilnefningar bera með sér fjölbreytileikann sem er í myndlist landsmanna: ljósmyndari sem átti sitt besta skeið á sjötta og sjöunda áratugnum en tekur enn myndir; myndlistarmaður sprottinn af akri konseftlistar; gerningakona og skúlptúristi, arkitekt, grafískur hönnuður og glerlistakona og kennari með meiru. Þriggja manna dómnefnd, skipuð þeim Valgerði Hauksdóttur myndlistarmanni, Pétri Ármannssyni arkitekt og Björgólfi Guðmundssyni, stjórnarformanni Landsbankans, velur úr tillögum. Innan vébanda Myndstefs eru á fjórtánda hundrað manns í sex aðildarfélögum: Sambandi íslenskra myndlistarmanna, Ljósmyndarafélagi Íslands, Félagi íslenskra teiknara, Félagi grafískra teiknara, Arkitektafélagi Íslands og Félagi leikmynda- og búningahöfunda. Einnig eiga aðild að Myndstefi allmargir erfingjar að myndhöfundarétti.
Menning Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira