Menning

Portrett af Skarði

Skarð á Skarðsströnd. Bærinn var eitt helsta höfuðból landsins um langan aldur.
Skarð á Skarðsströnd. Bærinn var eitt helsta höfuðból landsins um langan aldur.

Einar Falur Ingólfsson og Helgi Þorgils Friðjónsson opna óvenjulega sýningu í Anima galleríi kl. 17 í dag. Sýningin ber heitið „Portrett af stað“ og geymir verk þeirra félaga í ljósmyndum, textum og málverkum er öll tengjast bænum Skarði á Skarðsströnd í Dalasýslu.

Engin önnur jörð á landinu hefur verið í eigu sömu ættar lengur en Skarð. Í jarðamatinu frá 1861 var Skarð talin þriðja hæsta jörð landsins og var meðal helztu höfuðbóla landsins um langan aldur. Jörðinni fylgir fjöldi eyja og hólma með ýmsum hlunnindum.

Landnáma segir frá landnámi Geirmundar heljarskinns, sem gerði sér bæ og kallaði Geirmundarstaði undir Skarði. Í kringum aldamótin 1200 bjó þar Húnbogi Þorgilsson, bróðir Ara fróða. Afkomendur Húnboga hafa síðan setið óslitið á Skarði.

Listamennirnir fóru að Skarði og skrásettu landið, mannvirki og íbúa þar á sinn persónulega hátt og gefur afraksturinn að líta á sýningunni.

Anima gallerí er opið þriðjudaga–laugardaga kl. 13–17. Sýningin stendur til 2. desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.