Opið hús í Listaháskólanum 10. nóvember 2006 12:30 Úr Sýningu Nemendaleikhússins, Hvít kanína, sem frumsýnd var í vor Allar deildir Listaháskólans munu kynna starfsemi sína í dag. mynd/listaháskólinn Listaháskólinn verður með opin hús um helgina en þá gefst forvitnum kostur á að kynna sér fjölbreytta starfsemi skólans. Álfrún G. Guðrúnardóttir, kynningarstjóri skólans, útskýrir að svona opinn dagur hafi verið haldinn um árabil en þá jafnan á virkum degi. „Þetta er í fyrsta sinn sem við höldum hann um helgi en með því viljum við koma til móts við fleiri gesti, til dæmis þá sem eru bundnir í skóla eða vinnu og komast lítið frá.“ Um fjögur hundruð nemendur stunda nám í Listaháskólanum en dagskráin verður í þremur húsum skólans, á Sölvhólsgötu, Laugarnesvegi og Skipholti þar sem deildirnar fjórar; myndlistar-, leiklistar-, tónlistar og hönnunar- og arkitektúrdeild, kynna starfssemi sína. „Nemendur skólans, kennarar, fagstjórar og starfsfólk verður á staðnum. Hægt verður að fá leiðsögn um deildirnar auk þess sem feril- og inntökumöppur nemenda verða til sýnis,“ útskýrir Álfrún og áréttar að það hafi mælst vel fyrir. „Það er ekki gefið upp nákvæmlega hvað á að vera í inntökumöppunum sem nemendur okkar skila inn. Því hefur mörgum þótt gott að koma og sjá hvað í þeim er að finna.“ Gestir geta síðan spjallað við nemendur og aðstandendur skólans um aðbúnað og áherslur námsins, auk þess að fá nasasjón af list og listamönnum framtíðarinnar sem munu sýna afrakstur vinnu sinnar, hvort heldur með lifandi uppákomum eða eiginlegri sýningu á verkum. „Þetta er dálítið flókið því starfsemin er í þremur húsum. Þess vegna er dagskráin milli 11 og 15 svo allir hafi nægan tíma til þess að flakka milli,“ segir Álfrún. „Eða ef fólk vill kynna sér fleiri en eina deild. Gestir geta til dæmis slegið tvær flugur í einu höggi og farið niður á Sölvhólsgötu ef það er ekki visst um hvort það langar að vera tónskáld eða leikari, nú eða dansari.“ Markvissum gestum er þó ráðlagt að kynna sér ítarlega dagskrá dagsins á heimasíðu skólans, www.lhi.is. „Allir þeir sem hafa áhuga á námi í Listaháskólanum eru velkomnir,“ segir Álfrún að lokum, „þeir sem eru forvitnir að kynna sér þennan möguleika ættu endilega að kíkja í heimsókn. Stærsti markhópurinn hefur verið krakkar á framhaldsskólaaldri en auðvitað eru líka fjölmargir aðrir sem vilja láta draum sinn rætast og fara í hið langþráða listnám.“ Menning Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Listaháskólinn verður með opin hús um helgina en þá gefst forvitnum kostur á að kynna sér fjölbreytta starfsemi skólans. Álfrún G. Guðrúnardóttir, kynningarstjóri skólans, útskýrir að svona opinn dagur hafi verið haldinn um árabil en þá jafnan á virkum degi. „Þetta er í fyrsta sinn sem við höldum hann um helgi en með því viljum við koma til móts við fleiri gesti, til dæmis þá sem eru bundnir í skóla eða vinnu og komast lítið frá.“ Um fjögur hundruð nemendur stunda nám í Listaháskólanum en dagskráin verður í þremur húsum skólans, á Sölvhólsgötu, Laugarnesvegi og Skipholti þar sem deildirnar fjórar; myndlistar-, leiklistar-, tónlistar og hönnunar- og arkitektúrdeild, kynna starfssemi sína. „Nemendur skólans, kennarar, fagstjórar og starfsfólk verður á staðnum. Hægt verður að fá leiðsögn um deildirnar auk þess sem feril- og inntökumöppur nemenda verða til sýnis,“ útskýrir Álfrún og áréttar að það hafi mælst vel fyrir. „Það er ekki gefið upp nákvæmlega hvað á að vera í inntökumöppunum sem nemendur okkar skila inn. Því hefur mörgum þótt gott að koma og sjá hvað í þeim er að finna.“ Gestir geta síðan spjallað við nemendur og aðstandendur skólans um aðbúnað og áherslur námsins, auk þess að fá nasasjón af list og listamönnum framtíðarinnar sem munu sýna afrakstur vinnu sinnar, hvort heldur með lifandi uppákomum eða eiginlegri sýningu á verkum. „Þetta er dálítið flókið því starfsemin er í þremur húsum. Þess vegna er dagskráin milli 11 og 15 svo allir hafi nægan tíma til þess að flakka milli,“ segir Álfrún. „Eða ef fólk vill kynna sér fleiri en eina deild. Gestir geta til dæmis slegið tvær flugur í einu höggi og farið niður á Sölvhólsgötu ef það er ekki visst um hvort það langar að vera tónskáld eða leikari, nú eða dansari.“ Markvissum gestum er þó ráðlagt að kynna sér ítarlega dagskrá dagsins á heimasíðu skólans, www.lhi.is. „Allir þeir sem hafa áhuga á námi í Listaháskólanum eru velkomnir,“ segir Álfrún að lokum, „þeir sem eru forvitnir að kynna sér þennan möguleika ættu endilega að kíkja í heimsókn. Stærsti markhópurinn hefur verið krakkar á framhaldsskólaaldri en auðvitað eru líka fjölmargir aðrir sem vilja láta draum sinn rætast og fara í hið langþráða listnám.“
Menning Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira