Tónlist

Keppt um bestu „ábreiðuna“

Sykurmolarnir spila í Laugardalshöll 17. nóvember.
Sykurmolarnir spila í Laugardalshöll 17. nóvember. MYND/GVA

Í tilefni af 20 ára afmæli „Ammælis“ Sykurmolanna og stórtónleikum þeirra í Laugardalshöll 17. nóvember ætlar Rás 2 að efna til samkeppni um bestu Sykurmola-„ábreiðuna“.

Rás 2 hvetur íslenska tónlistarmenn til að hljóðrita Sykurmola-lag að eigin vali með sínu nefi og senda Rás 2 á geisladiski fyrir 9. nóvember.

Sérstök dómnefnd hlustar og velur áhugaverðustu útgáfurnar sem verða svo settar á vef Popplands www.ruv.is/poppland og það er síðan íslenska þjóðin sem velur besta lagið. Sigurvegarinn fær í verðlaun flugmiða fyrir fjóra til einhvers af áfangastöðum Icelandair í Evrópu, auk miða á tónleikana með Sykurmolunum í Höllinni. Einnig verður sigurvegaranum boðið út að borða á veitingastaðinn Vox. Verðlaunin verða afhent í beinni útsendingu í Popplandi á tónleikadag, 17. nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.