Gerðu heimildarmynd um aktívisma 2. nóvember 2006 16:15 Ný heimildarmynd þeirra um aktívisma hjá ungu fólki verður frumsýnd á næstunni. MYND/Hörður Háskólanemarnir Áslaug Einarsdóttir og Garðar Stefánsson hafa lokið við gerð heimildarmyndar um aktívisma hjá ungu fólki á Íslandi. Verður myndin sýnd í framhaldsskólum og er ætlun þeirra að vekja áhuga ungmenna á því að hafa áhrif á samfélag sitt með ýmiss konar aðferðum. "Ég vann hjá Amnesty International við að skrá fólk í samtökin og segja því frá Amnesty og tók eftir því að ungt fólk er mjög áhugasamt um aktívisma og að hafa áhrif á samfélagið. Það veit bara ekki hvaða leiðir eru notaðar og kannast ekki við hugtakið," segir Áslaug, sem leggur stund á mannfræði í háskólanum, en Garðar les aftur á móti hagfræði. "Í myndinni erum við að taka saman hvað er að gerast í íslenskum aktívisma hjá ungu fólki og sýna að það er hægt að fara margar leiðir til að hafa áhrif, t.d. fara í mótmælagöngur, halda tónleika eða skrifa bréf til stjórnvalda," segir Áslaug. Aðspurð segir hún aktívisma vera það að hafa með virkum hætti áhrif á samfélagið. "Þetta er mjög vítt og opið hugtak og nær yfir margar aðgerðir. Það fer eftir túlkun hvers og eins." Þau Áslaug og Garðar, sem unnu myndina í sameiningu, sóttu um styrk úr Nýsköpunarsjóði og sjóði fyrir ungt fólk í Evrópu til að vinna myndina, auk þess sem Amnesty International styrkti gerð hennar. Upptökur hófust í lok maí. "Við hittum mikið af frábæru fólki sem er að gera magnaða hluti. Við fórum upp á Kárahnjúka, mættum á alls konar samkomur og tókum viðtöl við fullt af fólki, meðal annars meðlimi félagsins Ísland-Palestína, fólk úr náttúrverndarbaráttu og félaga í Amnesty," segir Áslaug, sem starfar enn í hlutastarfi hjá samtökunum. Plötusnúðurinn Hermigervill, sem hefur gefið út tvær vel heppnaðar plötur, semur alla tónlistina í myndinni. Stefnt er á frumsýningu hennar í nóvember. Menning Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Elti ástina til Íslands Tónlist „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Háskólanemarnir Áslaug Einarsdóttir og Garðar Stefánsson hafa lokið við gerð heimildarmyndar um aktívisma hjá ungu fólki á Íslandi. Verður myndin sýnd í framhaldsskólum og er ætlun þeirra að vekja áhuga ungmenna á því að hafa áhrif á samfélag sitt með ýmiss konar aðferðum. "Ég vann hjá Amnesty International við að skrá fólk í samtökin og segja því frá Amnesty og tók eftir því að ungt fólk er mjög áhugasamt um aktívisma og að hafa áhrif á samfélagið. Það veit bara ekki hvaða leiðir eru notaðar og kannast ekki við hugtakið," segir Áslaug, sem leggur stund á mannfræði í háskólanum, en Garðar les aftur á móti hagfræði. "Í myndinni erum við að taka saman hvað er að gerast í íslenskum aktívisma hjá ungu fólki og sýna að það er hægt að fara margar leiðir til að hafa áhrif, t.d. fara í mótmælagöngur, halda tónleika eða skrifa bréf til stjórnvalda," segir Áslaug. Aðspurð segir hún aktívisma vera það að hafa með virkum hætti áhrif á samfélagið. "Þetta er mjög vítt og opið hugtak og nær yfir margar aðgerðir. Það fer eftir túlkun hvers og eins." Þau Áslaug og Garðar, sem unnu myndina í sameiningu, sóttu um styrk úr Nýsköpunarsjóði og sjóði fyrir ungt fólk í Evrópu til að vinna myndina, auk þess sem Amnesty International styrkti gerð hennar. Upptökur hófust í lok maí. "Við hittum mikið af frábæru fólki sem er að gera magnaða hluti. Við fórum upp á Kárahnjúka, mættum á alls konar samkomur og tókum viðtöl við fullt af fólki, meðal annars meðlimi félagsins Ísland-Palestína, fólk úr náttúrverndarbaráttu og félaga í Amnesty," segir Áslaug, sem starfar enn í hlutastarfi hjá samtökunum. Plötusnúðurinn Hermigervill, sem hefur gefið út tvær vel heppnaðar plötur, semur alla tónlistina í myndinni. Stefnt er á frumsýningu hennar í nóvember.
Menning Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Elti ástina til Íslands Tónlist „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira