Viðskipti innlent

Frændþjóðir standa þéttar

Velta má því fyrir sér hvort ekki taki að fara um Dani þegar frændþjóðirnar Íslendingar og Færeyingar stilla sér jafnþétt upp og raun ber vitni í Hoyvikssamningnum sem tekur gildi í dag. Nokkur stór fyrirtæki héðan eru þegar með töluverð umsvif í Færeyjum og geta þau vart nema aukist eftir gildistöku samningsins sem kemur á fullu fjórfrelsi auk þess að verslun með landbúnaðarvörur verður frjálsari en um getur til þessa. Einhverjum gæti dottið í hug að næsta skref væri að innlima Færeyjar í íslenska ríkið, enda aðgangur Færeyinga að markaði hér trúlega orðinn auðveldari en í Danmörku, sem er í Evrópusambandinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×