Færeyskir meistarar 31. október 2006 13:30 Færeysk myndlist Færeyskur dans, 1961 eftir Sámal Joensen-Mikines. Nýlega var tilkynnt að Deutsche Bank ætti fimmtíu þúsund myndlistarverk: íslensku bankarnir eiga eitthvað færri og flest eru eftir íslenska listamenn, en um helgina var opnuð sýning í aðalsal gamla Landsbankans í Austurstræti á verkum þriggja færeyskra meistara. Um er að ræða skiptisýningar á verkum Landsbanka Íslands og Færeyjabanka en fyrirtæki þessi fagna stórafmæli á þessu ári – Færeyjabanki aldarafmæli og Landsbankinn 120 ára afmæli. Sú hugmynd að halda sameiginlega upp á stórafmælin með þessum hætti varð til á fundum forsvarsmanna bankanna seint á síðasta ári. Á sýningunum eru verk eftir þrjá listamenn frá hvoru landi sem allir eru verðugir fulltrúar síns lands og sinnar kynslóðar en sýningarnar bera yfirskriftina „Maður, náttúra og mynd“. Í Færeyjabanka verða sýnd verk í eigu Landsbankans eftir listamennina Eggert Pétursson, Kristján Davíðsson og Jóhannes S. Kjarval. Í Landsbankanum í Austurstræti verða til sýnis glæsileg verk í eigu Færeyjabanka eftir færeysku listamennina Ingálv av Reyni, Sámal Joensen-Mikines og Zacharias Heinesen. Hinn fyrstnefndi er talinn meðal fremstu módernista á Norðurlöndunum en Færeyjarbanki á nokkur verka hans sem ekki hafa áður verið sýnd utan eyjanna. Mikines var einn fyrsti nútímalegi túlkandi lifnaðarhátta á sínum heimaslóðum og miðla verk hans fjölbreytileika þeirra með eftirminnilegum hætti. Heinesen er Íslendingum að góðu kunnur enda hefur hann oftsinnis ferðast hingað. Hann hefur unnið af mikill leikni, bæði í hlutlægum og óhlutlægum stíl og þykir sýna sérstakt næmi fyrir litum og hrynjandi forma. Sýningarnar standa yfir til 30. nóvember og verða öllum opnar á afgreiðslutíma bankanna. Á völdum dögum á sýningartímanum er ráðgert að bjóða upp á leiðsögn listfræðings og verður það auglýst síðar. Menning Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Nýlega var tilkynnt að Deutsche Bank ætti fimmtíu þúsund myndlistarverk: íslensku bankarnir eiga eitthvað færri og flest eru eftir íslenska listamenn, en um helgina var opnuð sýning í aðalsal gamla Landsbankans í Austurstræti á verkum þriggja færeyskra meistara. Um er að ræða skiptisýningar á verkum Landsbanka Íslands og Færeyjabanka en fyrirtæki þessi fagna stórafmæli á þessu ári – Færeyjabanki aldarafmæli og Landsbankinn 120 ára afmæli. Sú hugmynd að halda sameiginlega upp á stórafmælin með þessum hætti varð til á fundum forsvarsmanna bankanna seint á síðasta ári. Á sýningunum eru verk eftir þrjá listamenn frá hvoru landi sem allir eru verðugir fulltrúar síns lands og sinnar kynslóðar en sýningarnar bera yfirskriftina „Maður, náttúra og mynd“. Í Færeyjabanka verða sýnd verk í eigu Landsbankans eftir listamennina Eggert Pétursson, Kristján Davíðsson og Jóhannes S. Kjarval. Í Landsbankanum í Austurstræti verða til sýnis glæsileg verk í eigu Færeyjabanka eftir færeysku listamennina Ingálv av Reyni, Sámal Joensen-Mikines og Zacharias Heinesen. Hinn fyrstnefndi er talinn meðal fremstu módernista á Norðurlöndunum en Færeyjarbanki á nokkur verka hans sem ekki hafa áður verið sýnd utan eyjanna. Mikines var einn fyrsti nútímalegi túlkandi lifnaðarhátta á sínum heimaslóðum og miðla verk hans fjölbreytileika þeirra með eftirminnilegum hætti. Heinesen er Íslendingum að góðu kunnur enda hefur hann oftsinnis ferðast hingað. Hann hefur unnið af mikill leikni, bæði í hlutlægum og óhlutlægum stíl og þykir sýna sérstakt næmi fyrir litum og hrynjandi forma. Sýningarnar standa yfir til 30. nóvember og verða öllum opnar á afgreiðslutíma bankanna. Á völdum dögum á sýningartímanum er ráðgert að bjóða upp á leiðsögn listfræðings og verður það auglýst síðar.
Menning Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira