Viðskipti innlent

Bankamenn í fullu fæði

Beðið hefur verið eftir rauntölum á markaði. Markaðurinn tók beina stefnu á hækkun, þegar afkomuspár birtust, en meira flökt hefur einkennt hann undanfarna daga. Nú hungrar menn eftir uppgjörunum. Og kannski reyndar fleiru, því gjarnan eru veitingar í boði þegar stærstu félögin kynna uppgjör sín. Þannig leit um tíma út fyrir fullt fæði á fimmtudag fyrir markaðsaðila. Straumur kynnir uppgjör sitt um morguninn og Bakkavör síðdegis. Til stóð að Landsbankinn kynnti sitt í hádeginu og menn því komnir í fullt fæði þann daginn. Landsbankakynningunni var hins vegar frestað til föstudags, en þó er ekki gert ráð fyrir föstu þann dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×