Viðskipti innlent

Bakkelsið brenglar

Í hagfræðikennslustundum er klassískt að nota breytingar á veðri sem dæmi þegar útskýra á samspil framboðs og eftirspurnar. Hvað gerist þegar heitt er í veðri? Eftirspurnin eftir ís eykst því allir þurfa að kæla sig niður í ógurlegum sumarhitanum. Velta eins helsta samkeppnisaðila Bakkavarar, Northern Foods, dróst saman um 1,1 prósent á þriðja ársfjórðungi, meðal annars vegna þess að salan á bakarís­vörum var dræm í sumar. Nú er spurningin hvaða áhrif veðrið hefur haft á sölu Bakkavarar. Félagið birtir uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung á morgun og gerir Greiningardeild Glitnis ráð fyrir fimmtán milljóna punda hagnaði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×