Bankarnir komnir í sömu stöðu og í byrjun febrúar Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. október 2006 06:00 Ingvar H. Ragnarsson Tryggingaálag á fimm ára skuldabréf bankanna (CDS) er nú sambærilegt við það sem var áður en tók að halla á þá í umræðu um íslenskt efnahagslíf í byrjun árs. Forstöðumaður alþjóðlegrar fjármögnunar Glitnis býst við hægum bata áfram. Tryggingaálag á fimm ára skuldabréf viðskiptabankanna þriggja á millibankamarkaði (CDS) er nú svipað og áður en erfið umræða um íslenska hagkerfið og bankana fór á flug í febrúar síðastliðnum. Í gær var tryggingaálag á bréf Glitnis 37 punktar, 46 á bréf Landsbanka Íslands og 56 á bréf Kaupþings. Níunda febrúar var álagið á bréf Glitnis það sama eða 37 punktar, 44 á bréf Landsbankans og 47 punktar á bréf Kaupþings. Almenn bankavísitala Iboxx, sem sýnir fjármögnunarkostnað í Evrópu, ber hins vegar með sér að almenn hafi þar ríkt stöðugleiki, þótt sveiflur hafi einkennt þá íslensku á þessu ári. „Þetta eru ákveðin tímamót,“ segir Ingvar H. Ragnarsson, forstöðumaður alþjóðlegrar fjármögnunar Glitnis. Hann segir að þótt tryggingaálag bankanna hafi tekið að aukast fyrir áramótin, hafi skriðan í raun ekki farið af stað fyrr en eftir að Fitch breytti horfum á lánshæfismati ríkisins úr stöðugum í neikvæðar 21. febrúar. Ingvar segir að erlendir markaðsaðilar virðist vera orðnir sammála um að hörð viðbrögð skuldabréfamarkaðarins í febrúar og mars síðastliðnum hafi í raun verið yfirskot. „Það sem síðan hefur gerst er að bankarnir hafa skilað mjög góðum uppgjörum og brugðist við þeim hluta gagnrýninnar sem byggð var á málefnalegum rökum. Þá hefur kynningarstarf verið aukið og mikil áhersla verið lögð á gagnsæi í upplýsingagjöf til markaðarins. Á þessu tímabili hafa lánshæfismatsfyrirtækin staðfest óbreytt lánshæfi bankanna og nýtt lánshæfismat Glitnis hjá Standard & Poor‘s í mars kom einnig á mjög góðum tíma. Bankarnir hafa allir styrkt lausafjárstöðu sína og á undanförnum vikum hafa vel heppnaðar skuldabréfaútgáfur þeirra haft jákvæð áhrif,“ segir hann. Ingvar segist hins vegar búast við að íslensku bankarnir búi áfram við nokkurs konar séríslenskt álag á skuldabréf sín, þótt það fari heldur lækkandi. „Í dag er álagið mikið meira en það var á síðasta ári,“ segir hann, en fyrir réttu ári síðan var tryggingaálag á skuldabréf Kaupþings rétt undir 30 punktum og álag á bréf Glitnis og Landsbankans rúmir 20 punktar. „Með breyttri tekjudreifingu bankanna og því að aukinn hluti tekna þeirra myndast utan Íslands mun þetta þokast í rétta átt,“ segir Ingvar. „Þetta smáþokast í rétta átt.“ Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Tryggingaálag á fimm ára skuldabréf bankanna (CDS) er nú sambærilegt við það sem var áður en tók að halla á þá í umræðu um íslenskt efnahagslíf í byrjun árs. Forstöðumaður alþjóðlegrar fjármögnunar Glitnis býst við hægum bata áfram. Tryggingaálag á fimm ára skuldabréf viðskiptabankanna þriggja á millibankamarkaði (CDS) er nú svipað og áður en erfið umræða um íslenska hagkerfið og bankana fór á flug í febrúar síðastliðnum. Í gær var tryggingaálag á bréf Glitnis 37 punktar, 46 á bréf Landsbanka Íslands og 56 á bréf Kaupþings. Níunda febrúar var álagið á bréf Glitnis það sama eða 37 punktar, 44 á bréf Landsbankans og 47 punktar á bréf Kaupþings. Almenn bankavísitala Iboxx, sem sýnir fjármögnunarkostnað í Evrópu, ber hins vegar með sér að almenn hafi þar ríkt stöðugleiki, þótt sveiflur hafi einkennt þá íslensku á þessu ári. „Þetta eru ákveðin tímamót,“ segir Ingvar H. Ragnarsson, forstöðumaður alþjóðlegrar fjármögnunar Glitnis. Hann segir að þótt tryggingaálag bankanna hafi tekið að aukast fyrir áramótin, hafi skriðan í raun ekki farið af stað fyrr en eftir að Fitch breytti horfum á lánshæfismati ríkisins úr stöðugum í neikvæðar 21. febrúar. Ingvar segir að erlendir markaðsaðilar virðist vera orðnir sammála um að hörð viðbrögð skuldabréfamarkaðarins í febrúar og mars síðastliðnum hafi í raun verið yfirskot. „Það sem síðan hefur gerst er að bankarnir hafa skilað mjög góðum uppgjörum og brugðist við þeim hluta gagnrýninnar sem byggð var á málefnalegum rökum. Þá hefur kynningarstarf verið aukið og mikil áhersla verið lögð á gagnsæi í upplýsingagjöf til markaðarins. Á þessu tímabili hafa lánshæfismatsfyrirtækin staðfest óbreytt lánshæfi bankanna og nýtt lánshæfismat Glitnis hjá Standard & Poor‘s í mars kom einnig á mjög góðum tíma. Bankarnir hafa allir styrkt lausafjárstöðu sína og á undanförnum vikum hafa vel heppnaðar skuldabréfaútgáfur þeirra haft jákvæð áhrif,“ segir hann. Ingvar segist hins vegar búast við að íslensku bankarnir búi áfram við nokkurs konar séríslenskt álag á skuldabréf sín, þótt það fari heldur lækkandi. „Í dag er álagið mikið meira en það var á síðasta ári,“ segir hann, en fyrir réttu ári síðan var tryggingaálag á skuldabréf Kaupþings rétt undir 30 punktum og álag á bréf Glitnis og Landsbankans rúmir 20 punktar. „Með breyttri tekjudreifingu bankanna og því að aukinn hluti tekna þeirra myndast utan Íslands mun þetta þokast í rétta átt,“ segir Ingvar. „Þetta smáþokast í rétta átt.“
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira