FL Group styður útrás íslenskrar tónlistar 11. október 2006 00:01 Stuðningur fjárfestingarsjóðsins Tónvíss við verkefni þeirra Garðars Thórs og Bang Gang, með Barða Jóhannsson í broddi fylkingar, mun meðal annars felast í útgáfu- og kynningarstarfsemi. Við kynningu á sjóðinum sem haldin var í Listasafni Reykjavíkur í vikunni voru listamennirnir sammála um það að samstarfið kæmi sér einkar vel fyrir þá enda hafa þeir báðir næg verkefni á takteinum í nánustu framtíð. Það kostar gríðarlega mikið að gefa út erlendis og erfitt að gera það upp á eigin spýtur, segir Garðar, sem mun til að byrja með njóta stuðnings sjóðsins í Bretlandi, þangað sem hann á fyrirhugaða tónleikaferð á næstu misserum. Barði vinnur nú að útgáfu tónlistar Bang Gang í Bandaríkjunum ásamt útgáfufélagi sínu og Sigurðar Pálma Sigurbjörnssonar, From Nowhere Records, og sjóðurinn mun koma að því verkefni. Tónvís verður, að sögn Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, ólíkur styrktarsjóðum eins og þeir hafa þekkst hingað til hér á landi. Við munum hjálpa listamönnunum að koma sinni list á framfæri utan landsteinanna, taka áhættuna með þeim og fá af því ávinning ef hann verður til. Okkar styrkur til þeirra felst ekki bara í fjárfestingunni heldur ætlum við að koma með ákveðna viðskiptahugmyndafræði inn líka og fylgjast náið með framgangi mála. Hannes segir stofnun sjóðsins falla vel að markmiði FL Group um að styðja við íslenska tónlist. Við höfum sett okkur það markmið að styðja við menningu og höfum einbeitt okkur sérstaklega að tónlistinni. Við erum aðalstyrktarfélag Sinfóníunnar, við erum að fara að styrkja tónleikana hjá Sykurmolunum og nú erum við að stofna þennan sjóð. Garðar Thór Cortes Því fylgir vissulega mikil áhætta að fjárfesta í útrásarverkefni með tónlist og sumir myndu álíta það fé glatað sem færi í slíkar fjárfestingar. Þess vegna segir Hannes þá einungis styðja við listamenn sem þeir hafi mikla trú á að eigi möguleika á góðum frama. Þetta er ekki styrktarsjóður. Við erum að fjárfesta í listamönnunum, segir Hannes. Barði í Bang Gang. Þeir Barði og Garðar eru fyrstu listamennirnir til samstarfs við Tónvís en ekki þeir síðustu að sögn Tryggva Jónssonar, framkvæmdastjóra sjóðsins. Þetta er sjóður sem hefur sjálfstætt líf og mun taka að sér sambærileg verkefni fyrir fleiri. Það er ekki búið að velja næstu þátttakendur en það verður gert á næstu vikum og mánuðum. Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Stuðningur fjárfestingarsjóðsins Tónvíss við verkefni þeirra Garðars Thórs og Bang Gang, með Barða Jóhannsson í broddi fylkingar, mun meðal annars felast í útgáfu- og kynningarstarfsemi. Við kynningu á sjóðinum sem haldin var í Listasafni Reykjavíkur í vikunni voru listamennirnir sammála um það að samstarfið kæmi sér einkar vel fyrir þá enda hafa þeir báðir næg verkefni á takteinum í nánustu framtíð. Það kostar gríðarlega mikið að gefa út erlendis og erfitt að gera það upp á eigin spýtur, segir Garðar, sem mun til að byrja með njóta stuðnings sjóðsins í Bretlandi, þangað sem hann á fyrirhugaða tónleikaferð á næstu misserum. Barði vinnur nú að útgáfu tónlistar Bang Gang í Bandaríkjunum ásamt útgáfufélagi sínu og Sigurðar Pálma Sigurbjörnssonar, From Nowhere Records, og sjóðurinn mun koma að því verkefni. Tónvís verður, að sögn Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, ólíkur styrktarsjóðum eins og þeir hafa þekkst hingað til hér á landi. Við munum hjálpa listamönnunum að koma sinni list á framfæri utan landsteinanna, taka áhættuna með þeim og fá af því ávinning ef hann verður til. Okkar styrkur til þeirra felst ekki bara í fjárfestingunni heldur ætlum við að koma með ákveðna viðskiptahugmyndafræði inn líka og fylgjast náið með framgangi mála. Hannes segir stofnun sjóðsins falla vel að markmiði FL Group um að styðja við íslenska tónlist. Við höfum sett okkur það markmið að styðja við menningu og höfum einbeitt okkur sérstaklega að tónlistinni. Við erum aðalstyrktarfélag Sinfóníunnar, við erum að fara að styrkja tónleikana hjá Sykurmolunum og nú erum við að stofna þennan sjóð. Garðar Thór Cortes Því fylgir vissulega mikil áhætta að fjárfesta í útrásarverkefni með tónlist og sumir myndu álíta það fé glatað sem færi í slíkar fjárfestingar. Þess vegna segir Hannes þá einungis styðja við listamenn sem þeir hafi mikla trú á að eigi möguleika á góðum frama. Þetta er ekki styrktarsjóður. Við erum að fjárfesta í listamönnunum, segir Hannes. Barði í Bang Gang. Þeir Barði og Garðar eru fyrstu listamennirnir til samstarfs við Tónvís en ekki þeir síðustu að sögn Tryggva Jónssonar, framkvæmdastjóra sjóðsins. Þetta er sjóður sem hefur sjálfstætt líf og mun taka að sér sambærileg verkefni fyrir fleiri. Það er ekki búið að velja næstu þátttakendur en það verður gert á næstu vikum og mánuðum.
Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira