Erlent

Geislamengun loks fjarlægð

Stjórnvöld á Spáni og Bandaríkjunum hafa náð samkomulagi um að fjarlægja geislamengun úr spænska bænum Palomares fjörutíu árum eftir að fjórar bandarískar kjarnorkusprengjur féllu á svæðinu eftir árekstur tveggja bandarískra herflugvéla.

Tvær af sprengjunum sprungu og dreifðu geislavirku efni víða um sveitir. Áhafnir vélanna beggja fórust en ekkert manntjón varð á jörðu niðri.

Samkomulagið sem ríkisstjórnir landanna gerðu með sér felur í sér að bæði löndin taki þátt í kostnaði við hreinsunina. Hún getur hæglega tekið nokkur ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×