Erlent

Látnir menn fá ekki að fljúga

 Á löngum nafnalista, sem notaður er á flugvöllum í Bandaríkjunum til þess að stöðva grunaða hryðjuverkamenn, er að finna nöfn fjórtán af flugræningjunum nítján sem létu lífið í árásunum 11. september 2001. Þar er einnig að finna nöfnin Saddam Hussein og Osama bin Laden.

Ekki er heldur gott að heita John Williams, Gary Smith eða Robert Johnson. Þessi nöfn eru á listanum ásamt fleiri algengum nöfnum, sem þúsundir manna bera.

Þeir sem bera þessi nöfn eru nánast alltaf stöðvaðir þegar þeir fara um borð í flugvél og iðulega leitað á þeim.

Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS skýrði frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×