Erlent

Georgíumenn brottrækir

Óvissa Georgískir ríkisborgarar leituðu til ræðismannsskrifstofu sinnar í Moskvu í gær til að fá upplýsingar um deilur Rússlands og Georgíu.
Óvissa Georgískir ríkisborgarar leituðu til ræðismannsskrifstofu sinnar í Moskvu í gær til að fá upplýsingar um deilur Rússlands og Georgíu. MYND/AP

Lögreglan í Moskvu hefur beðið skóla borgarinnar um nöfn allra georgískra nemenda og rússnesk yfirvöld vísuðu 132 Georgíumönnum úr landi í gær á þeim forsendum að þeir væru ólöglega í landinu.

Atvikin tvö urðu ekki til að milda deilurnar milli Georgíumanna og Rússa, sem hafa farið harðnandi undanfarið.

Samskipti milli Rússlands og Georgíu hafa verið stirð síðan Mikhail Saakashvili tók við störfum sem forseti Georgíu árið 2003, en hann vill færa land sitt nær Vesturlöndunum og minnka ítök Rússlands í Georgíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×